Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 29. júlí 2025 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gísli Gotti í liði vikunnar eftir magnaða innkomu
Mynd: Lech Poznan
Gísli Gottskálk Þórðarson kom inn af bekknum þegar Lech Poznan vann glæsilegan endurkomusigur gegn Lechia Gdansk á dögunum.

Gísli Gotti átti magnaðan leik og hefur verið valinn í lið vikunnar af Canal+ Sport í Póllandi.

Lech Poznan lenti tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik og var Gísla skipt inn þegar samherji hans meiddist á 30. mínútu. Staðan var 2-0 í leikhlé en Gísli breytti leiknum í síðari hálfleik.

Hann skoraði fyrst og lagði svo upp jöfnunarmarkið til að hjálpa liðsfélögum sínum að snúa slæmri byrjun við, áður en hann átti þátt í næsta marki til að taka forystuna. Lech Poznan stóð uppi sem sigurvegari, 3-4 á útivelli.

Pólverjarnir í sterku liði Lech Poznan eru staddir á Íslandi þessa stundina þar sem þeir heimsækja Breiðablik í forkeppni Meistaradeildarinnar á morgun. Blikar eiga ekki raunhæfa möguleika í þeirri viðureign eftir stórt tap í fyrri leiknum í Póllandi.

Fjölmiðlar í Póllandi hrósuðu Gísla eftir leikinn en hann er aðeins 20 ára gamall og að stíga sín fyrstu skref með Lech Poznan. Hann var mikið meiddur á síðustu leiktíð og vonast núna til að vera laus við meiðsavandræðin.

Sjáðu allt það helsta úr leiknum:


Athugasemdir
banner
banner