þri 29.júl 2025 15:00 Mynd: EPA |
|

Spáin fyrir enska: 16. sæti
Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.
Það eru nýir tímar framundan hjá Brentford og þeim er spáð í fallbaráttu.
Brentford gengur inn í tímabilið með ferskt upphaf eftir annasamt sumar. Thomas Frank, sem stýrði liðinu í fjöldamörg ár og hjálpaði þeim að festa sig í sessi í ensku úrvalsdeildinni með glæsilegum hætti, fór frá félaginu í júní og tók við Tottenham. Í hans stað hefur Keith Andrews, sem áður starfaði innan þjálfarateymisins, verið ráðinn sem aðalþjálfari. Þetta er fyrsta aðalþjálfarastarfið hans og hann fær það verkefni að leiða Brentford í gegnum breytingarnar, og gengur í þau stóru fótspor sem Frank skilur eftir hjá félaginu. Nokkrir lykilleikmenn fóru í sumar - Christian Nørgaard fór til Arsenal, markvörðurinn Mark Flekken fór til Bayer Leverkusen og Bryan Mbeumo, sem var stjörnuleikmaður liðsins, var seldur til Manchester United fyrir meira en 71 milljón punda. Í staðinn fékk félagið bæði reynslumikla og unga leikmenn - Jordan Henderson frá Ajax (fyrrum fyrirliði Liverpool), markvörðinn Caoimhín Kelleher frá Liverpool og unga efnilega leikmenn eins og Antoni Milambo og Michael Kayode.
Þrátt fyrir þessar breytingar kemur Brentford til með að halda sig við sinn árangursríka og sóknarsinnaða leikstíl. Á síðasta tímabili skoruðu þeir 66 mörk, sem var meðal þeirra hæstu í deildinni, og sýndu hversu hættulegir þeir geta verið sóknarlega. Bryan Mbeumo, Yoane Wissa og Kevin Schade skoruðu allir yfir tíu mörk, og hinn danski Mikkel Damsgaard lagði upp fjölmörg færi. Auk þess voru þeir sérstaklega öflugir í föstum leikatriðum - skoruðu flest mörk með skalla og fengu á sig fæst mörk eftir föst leikatriði í allri deildinni. Liðið var einnig mjög klínískt fyrir framan markið, sérstaklega Mbeumo, sem skoraði langt yfir væntum mörkum sínum.
Framundan bíða þó nýjar áskoranir. Það verður erfitt að fylla skarð Mbeumo, og framtíð Wissa er óviss þar sem Newcastle hefur sýnt honum áhuga. Ef hann verður áfram verður hann að taka að sér stærra hlutverk í sókninni. Henderson kemur inn með mikla reynslu og leiðtogahæfni á miðjunna og ungir leikmenn eins og til að mynda Milambo mun fá tækifæri til að sanna sig. Kelleher fær stórt hlutverk í markinu og þarf að sýna stöðugleika strax sem aðalmarkvörður en Hákon Rafn Valdimarsson mun setja pressu á hann. Það gæti tekið tíma fyrir Brentford að finna taktinn eftir brotthvarf Thomas Frank og Mbeumo, og þess vegna er liðinu spáð hérna en Lundúnafélagið horfir eflaust hærra en þetta.
Stjórinn: Thomas Frank hætti sem stjóri Brentford í sumar eftir tæp níu ár hjá félaginu, og þarf tæp sjö sem stjóri liðsins. Hann kom liðinu upp í ensku úrvalsdeildina og var eiginlega orðinn samvofinn félaginu. Þegar maður hugsaði um Brentford þá hugsaði maður um danska þjálfarann á hliðarlínunni. Núna er komið að Keith Andrews sem kom víða við á leikmannaferli sínum. Hann spilaði meðal annars með Wolves, Blackburn og West Brom í ensku úrvalsdeildinni og þá lék hann 35 landsleiki fyrir Írland. Andrews er 44 ára gamall og hefur aldrei verið aðalþjálfari áður. Eftir að skórnir fóru upp á hillu þá hefur hann verið aðstoðarþjálfari MK Dons, írska landsliðsins og Sheffield United. Á síðasta tímabili var hann ráðinn í þjálfarateymi Brentford og sá hann meðal annars um föstu leikatriðin. Hann var í miklum metum hjá Thomas Frank og er þetta svipuð ráðning og þegar Daninn var ráðinn hjá Brentford; Frank var aðstoðarþjálfari og fékk stöðuhækkun. Eins og áður segir er Andrews að stíga í stór fótspor og verður gaman að sjá hvernig honum tekst upp.
Leikmannaglugginn: Brentford missti sinn besta leikmann, Bryan Mbeumo, til Manchester United og hefur ekki fyllt í hans skarð á markaðnum. Það er einnig óvissa um framtíð Yoane Wissa sem er ósáttur og vill fara til Newcastle. Félagið þarf að styrkja sig enn frekar, það er klárt mál.
Komnir:
Antoni Milambo frá Feyenoord - 16 milljónir punda
Michael Kayode frá Fiorentina - 13,5 milljónir punda
Caoimhín Kelleher frá Liverpool - 12,5 milljónir punda
Jordan Henderson frá Ajax - Á frjálsri sölu
Romelle Donovan frá Birmingham - Óuppgefið kaupverð
Farnir:
Bryan Mbeumo til Manchester United - 71 milljón punda
Christian Nørgaard til Arsenal - 9 milljónir punda
Mark Flekken til Bayer Leverkusen - 8,4 milljónir punda
Ben Mee - Samningur rann út
Líklegt byrjunarlið
Þrír lykilmenn:
Nathan Collins var algjör lykilmaður í hjarta varnarinnar hjá Brentford á síðasta tímabili þar sem hann spilaði hvern einasta leik í ensku úrvalsdeildinni. Tölfræðin hans var virkilega góð og er hann stórkostlegur í loftinu. Hann er núna að fara inn í sitt þriðja tímabil með Brentford og er afar mikilvægur fyrir þetta lið.
Mikkel Damsgaard tók stökk á síðasta tímabil. Þau sem hafa fylgst með Damsgaard í mörg ár vita hversu góður hann er í fótbolta. Muniði eftir honum á EM 2021 með danska landsliðinu? Hann þurfti tíma til að aðlagast enska boltanum en á síðasta tímabili var hann mjög góður. Hann er leikmaðurinn sem á að skapa fyrir Brentford en í fyrra lagði hann upp ellefu mörk sem er býsna vel gert.
Yoane Wissa er orðinn mikilvægasti leikmaður Brentford í sóknarleiknum eftir brotthvarf Mbeumo. Það er hins vegar óvitað hvort að hann verði leikmaður Brentford á komandi tímabili þar sem Newcastle er að reyna að klófesta hann. Wissa er þá ósáttur og vill fara. En ef Brentford nær að halda honum og hann fer ekki í alltof mikla fýlu þá mun liðið reiða sig mikið á hann eftir brotthvarf Mbeumo. Hann skoraði 19 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, einu marki minna en Mbeumo.
Fylgist með: Eini Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni, Hákon Rafn Valdimarsson, er á mála hjá Brentford og það verður auðvitað gaman að fylgjast með honum ef hann fær einhver tækifæri. Það er þó ólíklegt að hann spili mikið í ensku úrvalsdeildinni eftir að Kelleher kom frá Liverpool, sem er svekkjandi. Ef hann fer ekki annað á láni, þá mun hann þó líklega taka bikarleikina eins og hann gerði á síðasta tímabili. Það verður líka gaman að fylgjast með Jordan Henderson í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildina og Antoni Milambo er þá spennandi leikmaður sem Brentford fékk frá Feyenoord í Hollandi. Milambo er U21 landsliðsmaður Hollendinga og er skemmtilegur leikmaður.
Besta og versta mögulega niðurstaða: Versta niðurstaðan er nú að Brentford eigi ömurlegt tímabil og falli. Að Wissa fari og liðið nái ekki að fylla í skarð hans. Sóknarleikurinn verði í kjölfarið erfiður og Brentford lendi þá í miklu basli. Besta niðurstaðan væri sú að Andrews byrji frábærlega og Brentford verði í harðri baráttu um að enda í efri hluta töflunnar ásamt því að gera vel í bikarkeppnunum.
Þau sem spáðu: Anton Freyr Jónsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Ívan Guðjón Baldursson, Kári Snorrason, Mate Dalmay, Snæbjört Pálsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. Brentford, 79 stig
17. Leeds, 53 stig
18. Wolves, 50 stig
19. Sunderland, 33 stig
20. Burnley, 22 stig
We can confirm that after seven years in charge, Thomas Frank has left Brentford to take up the head coach role at Tottenham Hotspur.
— Brentford FC (@BrentfordFC) June 12, 2025
He will be joined by assistant first-team coach Justin Cochrane, head of first-team performance Chris Haslam, and first-team analyst Joe Newton.… pic.twitter.com/yXYxXysiHF
Þrátt fyrir þessar breytingar kemur Brentford til með að halda sig við sinn árangursríka og sóknarsinnaða leikstíl. Á síðasta tímabili skoruðu þeir 66 mörk, sem var meðal þeirra hæstu í deildinni, og sýndu hversu hættulegir þeir geta verið sóknarlega. Bryan Mbeumo, Yoane Wissa og Kevin Schade skoruðu allir yfir tíu mörk, og hinn danski Mikkel Damsgaard lagði upp fjölmörg færi. Auk þess voru þeir sérstaklega öflugir í föstum leikatriðum - skoruðu flest mörk með skalla og fengu á sig fæst mörk eftir föst leikatriði í allri deildinni. Liðið var einnig mjög klínískt fyrir framan markið, sérstaklega Mbeumo, sem skoraði langt yfir væntum mörkum sínum.
Framundan bíða þó nýjar áskoranir. Það verður erfitt að fylla skarð Mbeumo, og framtíð Wissa er óviss þar sem Newcastle hefur sýnt honum áhuga. Ef hann verður áfram verður hann að taka að sér stærra hlutverk í sókninni. Henderson kemur inn með mikla reynslu og leiðtogahæfni á miðjunna og ungir leikmenn eins og til að mynda Milambo mun fá tækifæri til að sanna sig. Kelleher fær stórt hlutverk í markinu og þarf að sýna stöðugleika strax sem aðalmarkvörður en Hákon Rafn Valdimarsson mun setja pressu á hann. Það gæti tekið tíma fyrir Brentford að finna taktinn eftir brotthvarf Thomas Frank og Mbeumo, og þess vegna er liðinu spáð hérna en Lundúnafélagið horfir eflaust hærra en þetta.
Stjórinn: Thomas Frank hætti sem stjóri Brentford í sumar eftir tæp níu ár hjá félaginu, og þarf tæp sjö sem stjóri liðsins. Hann kom liðinu upp í ensku úrvalsdeildina og var eiginlega orðinn samvofinn félaginu. Þegar maður hugsaði um Brentford þá hugsaði maður um danska þjálfarann á hliðarlínunni. Núna er komið að Keith Andrews sem kom víða við á leikmannaferli sínum. Hann spilaði meðal annars með Wolves, Blackburn og West Brom í ensku úrvalsdeildinni og þá lék hann 35 landsleiki fyrir Írland. Andrews er 44 ára gamall og hefur aldrei verið aðalþjálfari áður. Eftir að skórnir fóru upp á hillu þá hefur hann verið aðstoðarþjálfari MK Dons, írska landsliðsins og Sheffield United. Á síðasta tímabili var hann ráðinn í þjálfarateymi Brentford og sá hann meðal annars um föstu leikatriðin. Hann var í miklum metum hjá Thomas Frank og er þetta svipuð ráðning og þegar Daninn var ráðinn hjá Brentford; Frank var aðstoðarþjálfari og fékk stöðuhækkun. Eins og áður segir er Andrews að stíga í stór fótspor og verður gaman að sjá hvernig honum tekst upp.
Leikmannaglugginn: Brentford missti sinn besta leikmann, Bryan Mbeumo, til Manchester United og hefur ekki fyllt í hans skarð á markaðnum. Það er einnig óvissa um framtíð Yoane Wissa sem er ósáttur og vill fara til Newcastle. Félagið þarf að styrkja sig enn frekar, það er klárt mál.
Komnir:
Antoni Milambo frá Feyenoord - 16 milljónir punda
Michael Kayode frá Fiorentina - 13,5 milljónir punda
Caoimhín Kelleher frá Liverpool - 12,5 milljónir punda
Jordan Henderson frá Ajax - Á frjálsri sölu
Romelle Donovan frá Birmingham - Óuppgefið kaupverð
Farnir:
Bryan Mbeumo til Manchester United - 71 milljón punda
Christian Nørgaard til Arsenal - 9 milljónir punda
Mark Flekken til Bayer Leverkusen - 8,4 milljónir punda
Ben Mee - Samningur rann út
Líklegt byrjunarlið

Þrír lykilmenn:
Nathan Collins var algjör lykilmaður í hjarta varnarinnar hjá Brentford á síðasta tímabili þar sem hann spilaði hvern einasta leik í ensku úrvalsdeildinni. Tölfræðin hans var virkilega góð og er hann stórkostlegur í loftinu. Hann er núna að fara inn í sitt þriðja tímabil með Brentford og er afar mikilvægur fyrir þetta lið.
Mikkel Damsgaard tók stökk á síðasta tímabil. Þau sem hafa fylgst með Damsgaard í mörg ár vita hversu góður hann er í fótbolta. Muniði eftir honum á EM 2021 með danska landsliðinu? Hann þurfti tíma til að aðlagast enska boltanum en á síðasta tímabili var hann mjög góður. Hann er leikmaðurinn sem á að skapa fyrir Brentford en í fyrra lagði hann upp ellefu mörk sem er býsna vel gert.
Yoane Wissa er orðinn mikilvægasti leikmaður Brentford í sóknarleiknum eftir brotthvarf Mbeumo. Það er hins vegar óvitað hvort að hann verði leikmaður Brentford á komandi tímabili þar sem Newcastle er að reyna að klófesta hann. Wissa er þá ósáttur og vill fara. En ef Brentford nær að halda honum og hann fer ekki í alltof mikla fýlu þá mun liðið reiða sig mikið á hann eftir brotthvarf Mbeumo. Hann skoraði 19 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, einu marki minna en Mbeumo.
?????? Yoane Wissa says goodbye to Bryan Mbeumo: "We will talk about it in 10 years time. Thank you boss." ???????????????????? pic.twitter.com/fXUXA21p28
— EuroFoot (@eurofootcom) July 23, 2025
Fylgist með: Eini Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni, Hákon Rafn Valdimarsson, er á mála hjá Brentford og það verður auðvitað gaman að fylgjast með honum ef hann fær einhver tækifæri. Það er þó ólíklegt að hann spili mikið í ensku úrvalsdeildinni eftir að Kelleher kom frá Liverpool, sem er svekkjandi. Ef hann fer ekki annað á láni, þá mun hann þó líklega taka bikarleikina eins og hann gerði á síðasta tímabili. Það verður líka gaman að fylgjast með Jordan Henderson í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildina og Antoni Milambo er þá spennandi leikmaður sem Brentford fékk frá Feyenoord í Hollandi. Milambo er U21 landsliðsmaður Hollendinga og er skemmtilegur leikmaður.
Besta og versta mögulega niðurstaða: Versta niðurstaðan er nú að Brentford eigi ömurlegt tímabil og falli. Að Wissa fari og liðið nái ekki að fylla í skarð hans. Sóknarleikurinn verði í kjölfarið erfiður og Brentford lendi þá í miklu basli. Besta niðurstaðan væri sú að Andrews byrji frábærlega og Brentford verði í harðri baráttu um að enda í efri hluta töflunnar ásamt því að gera vel í bikarkeppnunum.
Þau sem spáðu: Anton Freyr Jónsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Ívan Guðjón Baldursson, Kári Snorrason, Mate Dalmay, Snæbjört Pálsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. Brentford, 79 stig
17. Leeds, 53 stig
18. Wolves, 50 stig
19. Sunderland, 33 stig
20. Burnley, 22 stig
Athugasemdir