Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   mán 28. júlí 2025 19:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arftaki Gyökeres mættur til Sporting (Staðfest)
Mynd: Sporting CP
Victor Gyökeres gekk til liðs við Arsenal frá portúgalska félaginu Sporting á laugardaginn. Sporting hefur fundið eftirmann hans.

Sá heitir Luis Javier Suarez og kemur til liðsins frá spænska félaginu Almería. Sporting borgar 25 milljónir evra og fær Almería 10 prósent af næstu sölu.

Hann skrifar undir fimm ára samning.

Suarez er 27 ára gamall framherji en hann á að baki fimm landsleiki fyrir hönd Kólumbíu.

Hann var í herbúðum Watford frá 2017-2020 án þess þó að spila fyrir aðalliðið. Hann gekk til liðs við Almería frá Marseille árið 2023. Liðið spilaði í efstu deild í tvö tímabil en var í næst efstu deild á síðustu leiktíð þar sem Suarez skoraði 27 mörk í 41 leik.


Athugasemdir
banner