
„Við vorum ekkert sérstaklega góðir í dag og sköpuðum lítið af færum og töpuðum baráttunni á vellinum, á heimavelli sem er mjög súrt„ segir Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Leiknir R.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 - 2 Keflavík
„Við erum í Breiðholtinu og erum á Ghetto ground og það koma hérna lið og við erum ekki mættir í baráttuna. Það er mjög súrt og við þurfum að bæta á það klárlega. Það eru sjö leikir eftir og þetta eru bara úrslitaleikir hver einn leikur,''
Teymið og leikmenn hjá Leiknir voru ekki sátt með dómgæsluna í leiknum.
„Ég hélt það væri víti hérna í lokinn sem að við erum búnir að skoða og það var ekki víti, en við vildum allavega fá eitt ef ekki tvö víti í leiknum og auðvitað fúll með það. Líka þegar Keflavík skorar annað markið sitt þá fannst mér vera mjög soft brot sem var bara alls ekki brot, það féll ekki neitt með okkur,''
Leiknir hefur ekki náð sigri í átta leikjum í röð.
„Eins og staðan er núna þá þurfum við að fara vinna leikinn. Frammistaðan í seinasta leik var ágæt og við sköpuðum okkur helling af færum. En í dag var ekki margt upp á teignum hjá okkur í dag,''
Leiknir liggur í neðsta sæti í deildinni en eru aðeins tvem stigum frá öryggu sæti.
„Á meðan við skorum ekki mörk og fáum ekki stig þá endar þetta bara á verstan veg og við þurfum að átta okkur klárlega á því,''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.