Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Þjálfari Silkeborg í viðtali fyrir leikinn gegn KA
Ívar Árna fyrir seinni leikinn gegn Silkeborg
Haddi Jónasar fyrir seinni leikinn gegn Silkeborg
Fyrirliði Silkeborg í viðtali fyrir leikinn gegn KA
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
   þri 29. júlí 2025 22:39
Brynjar Óli Ágústsson
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Lengjudeildin
Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Leiknir R.
Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Leiknir R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vorum ekkert sérstaklega góðir í dag og sköpuðum lítið af færum og töpuðum baráttunni á vellinum, á heimavelli sem er mjög súrt„ segir Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Leiknir R. 


Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  2 Keflavík

„Við erum í Breiðholtinu og erum á Ghetto ground og það koma hérna lið og við erum ekki mættir í baráttuna. Það er mjög súrt og við þurfum að bæta á það klárlega. Það eru sjö leikir eftir og þetta eru bara úrslitaleikir hver einn leikur,''

Teymið og leikmenn hjá Leiknir voru ekki sátt með dómgæsluna í leiknum.

„Ég hélt það væri víti hérna í lokinn sem að við erum búnir að skoða og það var ekki víti, en við vildum allavega fá eitt ef ekki tvö víti í leiknum og auðvitað fúll með það. Líka þegar Keflavík skorar annað markið sitt þá fannst mér vera mjög soft brot sem var bara alls ekki brot, það féll ekki neitt með okkur,'' 

Leiknir hefur ekki náð sigri í átta leikjum í röð.

„Eins og staðan er núna þá þurfum við að fara vinna leikinn. Frammistaðan í seinasta leik var ágæt og við sköpuðum okkur helling af færum. En í dag var ekki margt upp á  teignum hjá okkur í dag,''

Leiknir liggur í neðsta sæti í deildinni en eru aðeins tvem stigum frá öryggu sæti.

„Á meðan við skorum ekki mörk og fáum ekki stig þá endar þetta bara á verstan veg og við þurfum að átta okkur klárlega á því,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner