Everton er búið að ganga frá kaupum á vinstri bakverðinum Adam Aznou sem er 19 ára gamall og kemur úr röðum Þýskalandsmeistara FC Bayern.
Everton er talið greiða tæplega 10 milljónir punda fyrir leikmanninn sem gerir fjögurra ára samning við félagið.
Aznou er með þrjá landsleiki að baki fyrir Marokkó en hann er fæddur á Spáni og var um tíma mikilvægur hlekkur í U16 og U17 landsliðum Spánverja, áður en hann skipti yfir í marokkóska landsliðið.
Aznou var í þrjú ár í La Masia akademíu Barcelona áður en hann flutti til München fyrir þremur árum síðan. Hann á í heildina fjóra leiki að baki með meistaraflokki FC Bayern en hann gerði flotta hluti á láni hjá Real Valladolid á seinni hluta síðustu leiktíðar.
„Ég er mjög ánægður að vera kominn hingað og stoltur að vera partur af þessu liði. Ég er mjög spenntur fyrir verkefninu hjá Everton. Það verður gaman að reyna fyrir sér í bestu deild í heimi," sagði Aznou meðal annars við undirskriftina.
Hann er fjórði leikmaðurinn sem Everton kaupir inn í sumar eftir Thierno Barry, Carlos Alcaraz og Mark Travers.
Aznou = Blue! ???? pic.twitter.com/UdLjIq7hgW
— Everton (@Everton) July 29, 2025
Athugasemdir