Á fimmtudag tekur Víkingur á móti albanska liðinu Vllaznia í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn endaði með 2-1 sigri albanska liðsins á heimavelli. Leikurinn á fimmtudag hefst klukkan 18:45 og fer fram á Víkingsvelli.
Víkingur komst yfir í þeim leik með marki frá Karli Friðleifi Gunnarssyni en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Fótbolti.net ræddi við Sölva Geir Ottesen, þjálfara Víkings, um síðasta leik og komandi leik.
Víkingur komst yfir í þeim leik með marki frá Karli Friðleifi Gunnarssyni en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Fótbolti.net ræddi við Sölva Geir Ottesen, þjálfara Víkings, um síðasta leik og komandi leik.
„Það má alveg segja að við höfum verið klaufar að fara ekki allavega með jafntefli úr fyrri leiknum. Við fengum, alveg eins og gegn Fram, tækifæri til að klára þennan leik, gera út um þetta. Við vorum með leikinn algjörlega í okkar höndum, þeir voru ekki að skapa nein færi þannig séð, voru mikið að senda langa bolta fram og vonast eftir tilviljunarkenndum augnablikum í leiknum. Það var mikið um tæknifeila, það getur verið að grasið hafi spilað inn í og svoleiðis, en við verðum líka að geta krafið okkur sjálfa um að geta höndlað gras betur en þetta. Það á ekki að vera svona mikið af tæknifeilum, eigum ekki að taka svona oft rangar ákvarðanir í góðri stöðu. Það má velta því fyrir sér hvort þetta hafi verið hitanum að kenna, ég vil ekki nota þá afsökun, finnst menn bara þurfa að gera betur úr stöðunum sem við höfum."
„Menn þurfa bara að krefjast þess af sjálfum sér að gera betur. Við erum núna að undirbúa seinni leikinn. að er bara hálfleikur, 2-1 í hálfleik, og við eigum góða möguleika á að komast áfram, höfum fulla trú á því og einbeitingin er þar," segir Sölvi.
Undirlagið og heimavöllurinn hjálpa
Blautt gervigras, er það að fara hjálpa Víkingum í seinni leiknum?
„Já, alveg klárlega. Þeir spila á grasi og við erum gervigrasliði. Auðvitað hjálpar það þegar þú ert vanur undirlaginu. Við sjáum það með FH-inga og fleiri lið. Það er kúnst að fara svo á annað undirlag, getur ekki spilað nákvæmlega þann fótbolta sem þú vilt spila. Undirlagið er eitt og svo er það heimavöllurinn, ég býst við góðum stuðningi og það er alltaf auka prósenta sem stuðningurinn gefur. Við erum vanir þessum aðstæðum og það á að hjálpa okkur, en það hjálpar okkur bara ákveðið mikið, við þurfum svo bara að vera klárir með réttan fókus og spennustigið rétt. Það þarf allt að ganga upp svo við komumst áfram úr þessu einvígi."
Ætla leyfa Daða að verða alveg heill
Kemur Daði Berg Jónsson inn í hópinn eftir meiðsli?
„Við eigum eftir að sjá það betur. Daði hefur verið í vandræðum með smá meiðsli. Það sem hann kannski hefur hér, sem er gott fyrir hann, er að við þurfum ekki að þvinga (e. force) neinn í mínútur. Við erum með það breiðan hóp að við getum leyft mönnum að jafna sig almennilega af sínum meiðslum sem er gott fyrir framtíðina hans; að við séum ekki að djöfla honum 80% heilum í gegnum einhver meiðsli. Frekar viljum við að menn nái sér alveg af sínum meiðslum. Við getum nýtt breidd hópsins í að spila öðrum mönnum í staðinn. Það er eitthvað sem var ekki staðan hjá Vestra t.d., þar var hann klárlega lykilmaður og þeir hefðu viljað nota hann í hverja einustu mínútu, hvort sem hann væri 60-70% eða ekki."
„Við erum þolinmóðir, hann er ungur og á helling eftir, þurfum ekki að drífa hann neitt áfram. En að sjálfsögðu viljum við fá hann til baka sem fyrst og sjúkrateymið er að gera sitt besta í að gera hann kláran sem fyrst," segir Sölvi.
Athugasemdir