Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Þjálfari Silkeborg í viðtali fyrir leikinn gegn KA
Ívar Árna fyrir seinni leikinn gegn Silkeborg
Haddi Jónasar fyrir seinni leikinn gegn Silkeborg
Fyrirliði Silkeborg í viðtali fyrir leikinn gegn KA
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
   þri 29. júlí 2025 23:50
Snæbjört Pálsdóttir
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Kristján Guðmundsson þjálfari Vals í leiknum í kvöld.
Kristján Guðmundsson þjálfari Vals í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur féll naumlega úr mjólkurbikarnum í kvöld þegar FH skoraði þriðja mark sitt og stal sigrinum á lokamínútum framlengingar en staðan var jöfn 2-2 að venjulegum leiktíma loknum. 

Aðspurður um tilfinninguna eftir svona svekkjandi tap svaraði Kristján Guðmundsson annar af þjálfurum Vals „Hún er bara allt í lagi, ég meina það var svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik þótt við hefðum skorað þarna á fyrstu mínútu þá var svolítið bras á okkur að halda boltanum og fáum á okkur þarna tvö mörk." 


Lestu um leikinn: Valur 2 -  3 FH

„Annars er bara erum við mjög ánægðir með hvernig við komum til baka og spiluðum sterkan seinni hálfleik og fína framlengingu en það féll ekki fyrir okkur en þú veist að mörgu leyti mjög gott en náttúrlega, auðvitað að vinna ekki leikinn er svo annað mál.“

„Við byrjuðum svolítið með reynsluna inn á í byrjun leiksins og héldum þá náttúrulega elstu leikmönnunum inn á sem hafa unnið þetta áður og vita hvernig á að gera þetta og það var hluti að því að við náðum að koma okkur til baka og jafna leikinn og svo vantaði herslumuninn að klára og vinna leikinn. Við hefðum mátt skora aðeins fyrr í seinnihálfleik, við áttum verulega langan sterkan kafla og þeir þurfa alltaf að skila mörkum, það hefði mátt koma fyrr, þá hefðum við nefnilega skorað annað.“

Elín Metta byrjaði leikinn og setti strax sitt mark á hann þegar hún setti sitt fyrsta mark eftir endurkomu og fyrsta mark leiksins á 2. mínútu.

„já mjög gott að fá hana í gang, við erum búin að vera að vinna í því að koma henni í gott stand og það er bara allt að nálgast eða bara komið og það var gott að hún náði að setja hann. Við svosem þekkjum það þegar hún fær boltann í þessari stöðu þá á hún mjög auðvelt með að skora mörk"

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner