
Valur féll naumlega úr mjólkurbikarnum í kvöld þegar FH skoraði þriðja mark sitt og stal sigrinum á lokamínútum framlengingar en staðan var jöfn 2-2 að venjulegum leiktíma loknum.
Aðspurður um tilfinninguna eftir svona svekkjandi tap svaraði Kristján Guðmundsson annar af þjálfurum Vals „Hún er bara allt í lagi, ég meina það var svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik þótt við hefðum skorað þarna á fyrstu mínútu þá var svolítið bras á okkur að halda boltanum og fáum á okkur þarna tvö mörk."
Lestu um leikinn: Valur 2 - 3 FH
„Annars er bara erum við mjög ánægðir með hvernig við komum til baka og spiluðum sterkan seinni hálfleik og fína framlengingu en það féll ekki fyrir okkur en þú veist að mörgu leyti mjög gott en náttúrlega, auðvitað að vinna ekki leikinn er svo annað mál.“
„Við byrjuðum svolítið með reynsluna inn á í byrjun leiksins og héldum þá náttúrulega elstu leikmönnunum inn á sem hafa unnið þetta áður og vita hvernig á að gera þetta og það var hluti að því að við náðum að koma okkur til baka og jafna leikinn og svo vantaði herslumuninn að klára og vinna leikinn. Við hefðum mátt skora aðeins fyrr í seinnihálfleik, við áttum verulega langan sterkan kafla og þeir þurfa alltaf að skila mörkum, það hefði mátt koma fyrr, þá hefðum við nefnilega skorað annað.“
Elín Metta byrjaði leikinn og setti strax sitt mark á hann þegar hún setti sitt fyrsta mark eftir endurkomu og fyrsta mark leiksins á 2. mínútu.
„já mjög gott að fá hana í gang, við erum búin að vera að vinna í því að koma henni í gott stand og það er bara allt að nálgast eða bara komið og það var gott að hún náði að setja hann. Við svosem þekkjum það þegar hún fær boltann í þessari stöðu þá á hún mjög auðvelt með að skora mörk"
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.