Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 29. júlí 2025 10:16
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Víkurfréttir 
Formaður Grindavíkur hættur eftir trúnaðarbrest
Lengjudeildin
Haukur Guðberg Einarsson.
Haukur Guðberg Einarsson.
Mynd: Livey
Haukur Guðberg Einarsson hefur stigið til hliðar sem formaður fótboltadeildar Grindavíkur en frá þessu er greint í Víkurfréttum.

Heimildir herma að samið hafi verið við leikmann án vitundar Hauks og hann ákvað því að stíga til hliðar.

„Ég var búinn að ákveða að stíga til hliðar í haust svo þetta skiptir ekki öllu máli. Þegar ég tók hlutverkið að mér á sínum tíma og ræddi við fyrrum formann, Jónas Þórhallsson, þá sagði hann mér að gera alla hluti með hjartanu því þannig gæti ég verið sáttur við allar þær ákvarðanir sem ég myndi taka. Þessi ákvörðun er tekin með hjartanu, ég hefði ekki verið sáttur við mig ef ég hefði ekki fylgt hjartanu," segir Haukur við Víkurfréttir.

„Þetta er búið að vera gríðarlegt álag undanfarin ár og ég stíg sáttur frá borði þó svo að ég hefði viljað klára þetta tímabil."

Grindavík er í áttunda sæti Lengjudeildar karla og þá teflir félagið fram sameinuðu liði með Njarðvík í kvennaflokki og það lið er í þriðja sæti Lengjudeildar kvenna.
Athugasemdir
banner
banner