
„Bara svipað og síðast, þetta er gríðarlega erfitt. Fylkisliðið er bæði vel mannað og vel spilandi, þrátt fyrir að stigataflan sýni annað. Það eru mikil gæði í þessu liði. Við þurftum aðeins að þjást í fyrri hálfleik, mér fannst Fylkismenn alla veganna fyrstu 20 - 30 ofan á. Við vorum lengi að ná utan um þetta", sagði Sigurvin Ólafsson brattur eftir heimasigur sinna manna þegar Árbæingar komu í heimsókn. Þróttur skoraði sigurmarkið á 65. mínútu leiks og lokaniðurstaðan var 2-1 á Avis vellinum í kvöld.
Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti áður en heimamönnum tókst að snúa leiknum sér í vil. Þróttur leiddi í hálfleik 1-0 eftir klíniska afgreiðslu frá Kára Kristjánssyni nýkominn frá Danmörku.
„Í seinni hálfleik vorum við algjörlega búnir að ná þessu. Við spiluðum leiftrandi knattspyrnu meginþunga úr seinni hálfleik"
Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti áður en heimamönnum tókst að snúa leiknum sér í vil. Þróttur leiddi í hálfleik 1-0 eftir klíniska afgreiðslu frá Kára Kristjánssyni nýkominn frá Danmörku.
„Í seinni hálfleik vorum við algjörlega búnir að ná þessu. Við spiluðum leiftrandi knattspyrnu meginþunga úr seinni hálfleik"
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 1 Fylkir
Það sem einkenndi leik Þróttar hér í kvöld var hápressan sem þeir settu á öftustu línu Fylkis í þeirri von um að vinna boltann á hættulegum stöðum. Það uppskar tvö mörk hér í kvöld, en bæði mörkin komu í kjölfar hápressu.
„Já en þetta er auðvitað líka stórhættulegt. Við lögðum upp með það eins og við gerum svo sem alltaf að reyna að pressa þegar það er hægt. Það gékk ekkert sérstaklega vel í fyrri hálfleik. Það vildi þannig til að við náum að skora tvö mörk úr svona pressu. En það var alveg fimm sex sinnum sem þeir (Fylkir) spiluðu sig frábærlega út úr pressunni og við fengum á hálfger áhlaup, þetta veðmál gékk upp"
Jöfnunarmark Fylkismanna kom úr hornspyrnu og flest færi gestanna hér í kvöld voru eftir föst leikatriði. Orri Sveinn Segatta sérstaklega var hættulegur í loftinu og átti nokkra skalla sem hann hefði geta skorað úr.
En hvað fannst Venna um varnarleikinn í föstum leikatriðum í leiknum?
„Þetta lið er líklega það besta í deildinni að finna hausinn á hafsentunum sínum inni í teig. Þeir eru gríðarlega sterkir inni í teig. Þeir skoruðu úr þremur hornum í síðasta leik", bætti Venni við og vísaði í síðasta leik Fylkis á móti Fjölni. Leikur sem endaði 3-3 og öll mörk Fylkis komu úr hornspyrnum
Athugasemdir