Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   mán 28. júlí 2025 16:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vesturbæingar búnir að finna mann í stað Jóa Bjarna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR er samkvæmt heimildum Fótbolta.net búið að finna mann í stað Jóhannesar Kristins Bjarnasonar sem er á leið til Kolding í Danmörku.

Leikmaðurinn sem er líklega á leið í Vesturbæinn er Orri Hrafn Kjartansson sem kæmi þá frá Val.

Orri Hrafn er 23 ára fjölhæfur miðjumaður sem uppalinn er hjá Fylki en hefur verið hjá Val frá því hann var keyptur frá uppeldisfélaginu fyrir tímabilið 2022. Hann fór ungur að árum til Heerenveen í Hollandi og lék alls 25 leiki fyrir yngri landsliðin.

Hann kom við sögu í 20 leikjum með Val 2022 og 24 leikjum 2023. Í fyrra lék hann tíu leiki með Fylki á láni áður en hann svo lék fimm leiki með Val, en veikindi settu strik í reikninginn hjá honum í fyrra. Á þessu tímabili hefur hann komið við sögu í 14 af 16 deildarleikjum Vals, en einungis byrjað fimm þeirra.

Orri á einungis nokkra mánuði eftir af samningi sínum við Val.
Athugasemdir
banner