
Haukar og HK nældu sér í flotta sigra í leikjum kvöldsins í Lengjudeild kvenna. Það voru fimmtán mörk skoruð í leikjunum tveimur.
Haukar skoruðu fjögur í fallbaráttuslag gegn Fylki er liðin áttust við í Hafnarfirði. Haukar leiddu 3-1 í hálfleik og var sigur heimakvenna aldrei í hættu.
Halla Þórdís Svansdóttir, Rut Sigurðardóttir, Berglind Þrastardóttir og Ágústa María Valtýsdóttir skiptu mörkunum systurlega á milli sín í 4-1 sigri.
Þetta er mjög þægilegur sigur fyrir Hauka sem eru núna níu stigum fyrir ofan fallsvæðið, með 16 stig eftir 13 umferðir. Fylkir situr eftir með 7 stig.
Afturelding situr sem fastast á botni deildarinnar eftir enn eitt tapið. Í þetta sinn töpuðu Mosfellingar 7-2 á sínum eigin heimavelli.
HK komst í fimm marka forystu í fyrri hálfleik og gerðu liðin 2-2 janftefli í síðari hálfleik.
Ísabel Rós Ragnarsdóttir og Emilía Lind Atladóttir voru atkvæðamestar með sitthvora tvennuna í liði HK.
Afturelding er ekki með nema 3 stig eftir 13 umferðir.
HK er í öðru sæti með 28 stig, þremur stigum á eftir toppliði ÍBV sem á þó leik til góða.
Haukar 4 - 1 Fylkir
1-0 Halla Þórdís Svansdóttir ('22)
1-1 Markaskorara vantar
2-1 Rut Sigurðardóttir ('41)
3-1 Berglind Þrastardóttir ('45+1)
4-1 Ágústa María Valtýsdóttir (víti)
Afturelding 2 - 7 HK
0-1 Emilía Lind Atladóttir ('1 )
0-2 Ísabel Rós Ragnarsdóttir ('10 )
0-3 Natalie Sarah Wilson ('24 )
0-4 Emilía Lind Atladóttir ('26 )
0-5 Ísabel Rós Ragnarsdóttir ('41 )
0-6 María Lena Ásgeirsdóttir ('69 )
1-6 Katrín S. Vilhjálmsdóttir ('79 )
1-7 Karlotta Björk Andradóttir ('80 )
2-7 Hlín Heiðarsdóttir ('82 )
Athugasemdir