Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
banner
   mán 28. júlí 2025 16:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Almo á leið í Njarðvík
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík er að fá liðsstyrk fyrir lokasprettinn í Lengjudeildinni því Ali Al-Mosawe er að koma á láni til félagsins frá Víkingi.

Þetta kom fram í Þungavigtinni í dag. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er um lánssamning að ræða sem gildir út tímabilið.

Ali Al-Mosawe, eða Almo eins og hann er kallaður, er 23 ára kantmaður sem kom frá danska félaginu Hilleröd í apríl. Hann er fæddur í Danmörku en er með írakskan ríkisborgararétt.

Hann hefur komið við sögu í níu leikjum með Víkingi frá komu sinni, byrjaði tvo leiki, en ekkert spilað síðan 5. júlí.

Njarðvík er í 2. sæti Lengjudeildarinnar og á leik gegn HK á heimavelli annað kvöld. Félagaskiptin eru ekki gengin í gegn þegar þetta er skrifað. Almo verður annar leikmaðurinn á láni hjá Njarðvík frá Víkingi því fyrir er U19 landsliðsmaðurinn Davíð Helgi Aronsson.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir