Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   mán 28. júlí 2025 16:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Almo á leið í Njarðvík
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík er að fá liðsstyrk fyrir lokasprettinn í Lengjudeildinni því Ali Al-Mosawe er að koma á láni til félagsins frá Víkingi.

Þetta kom fram í Þungavigtinni í dag. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er um lánssamning að ræða sem gildir út tímabilið.

Ali Al-Mosawe, eða Almo eins og hann er kallaður, er 23 ára kantmaður sem kom frá danska félaginu Hilleröd í apríl. Hann er fæddur í Danmörku en er með írakskan ríkisborgararétt.

Hann hefur komið við sögu í níu leikjum með Víkingi frá komu sinni, byrjaði tvo leiki, en ekkert spilað síðan 5. júlí.

Njarðvík er í 2. sæti Lengjudeildarinnar og á leik gegn HK á heimavelli annað kvöld. Félagaskiptin eru ekki gengin í gegn þegar þetta er skrifað. Almo verður annar leikmaðurinn á láni hjá Njarðvík frá Víkingi því fyrir er U19 landsliðsmaðurinn Davíð Helgi Aronsson.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 21 13 3 5 49 - 30 +19 42
2.    Þróttur R. 21 12 5 4 42 - 35 +7 41
3.    Njarðvík 21 11 7 3 47 - 25 +22 40
4.    HK 21 11 4 6 42 - 29 +13 37
5.    ÍR 21 10 7 4 37 - 25 +12 37
6.    Keflavík 21 10 4 7 49 - 38 +11 34
7.    Völsungur 21 7 4 10 36 - 48 -12 25
8.    Grindavík 21 6 3 12 38 - 58 -20 21
9.    Fylkir 21 5 5 11 32 - 31 +1 20
10.    Leiknir R. 21 5 5 11 22 - 39 -17 20
11.    Selfoss 21 6 1 14 24 - 40 -16 19
12.    Fjölnir 21 3 6 12 31 - 51 -20 15
Athugasemdir
banner