Lífið er ekki alltaf dans á rósum en því hefur Cristian Totti, sonur ítölsku goðsagnarinnar, Francesco Totti, fengið að kynnast.
Cristian er 19 ára gamall en hann hafði eflaust þann draum að feta í fótspor föður síns sem lék allan sinn feril hjá Roma frá 1993-2017. Hann skoraði 307 mörk í 786 leikjum fyrir félagið.
Hann hefur hins vegar ákveðið að leggja skóna á hilluna þar sem mikil pressa hefur fylgt því að vera sonur föður síns.
Cristian var í Roma meðan faðir hans spilaði þar. Hann fór síðar í unglingalið Frosinone á Ítalíu og Rayo Vallecano á Spáni. Hann spilaði síðan í ítölsku D deildinni hjá Avezzano og Olbia.
Hann hefur fengið mikla athygli í fjölmiðlum, verið borinn saman við föður sinn og orðið fyrir aðkasti á netinu og að lokum var það of mikið fyrir hann.
Hann hefur hins vegar ennþá ástríðu fyrir fótbolta og mun vinna í fótboltaskóla föður síns.
Athugasemdir