Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
   mán 28. júlí 2025 23:11
Anton Freyr Jónsson
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Maður er í þessu til að vinna fótboltaleiki
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Frábær sigur. Mjög gott að fá sigur eftir smá erfitt gengi seinustu leiki og þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur sem lið." sagði Benedikt Warén leikmaður Stjörnunnar eftir 4-1 sigurinn á Aftureldingu í Bestu deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 Afturelding

„Kannski ekki lítið sjálfstraust en við fengum mark á okkur strax en mér fannst við alveg vera halda í boltann. Þeir voru komnir neðarlega á völlinn en síðan fá þeir náttúrulega rautt spjald og eftir það fannst mér við gera mjög vel."

„Við fengum boltann út í breiddina og komum boltanum inn í teiginn og mér fannst það bara ganga mjög vel."

Hvernig sá Benedikt þetta gula spjald sem Axel Óskar fékk í annað sinn í leiknum og þar með rautt?

„Ég held að þetta sé klárlega rautt. Ég sá þetta nú ekki, ég var alveg hinumegin en Lexi er ekkert að dýfa sér og ég myndi segja klárlega rautt."

Benedikt Warén var frábær í dag og var hann spurður hvernig honum hafi fundist sinn leikur?

„Bara fín sko, bara flottur leikur hjá liðinu. Þetta er það eina sem skiptir máli  og maður er í þessu til að vinna leiki og þetta gerir næstu daga fyrrir mann að vinna leiki."

Hvað gefur þessi leikur ykkur upp á framhaldið í deildinni?

„Það verður skemmtilegra núna að mæta á æfingar eftir sigurleik, það er alltaf þannig."



Athugasemdir
banner
banner