Sænski sóknarmaðurinn Viktor Gyökeres gekk í raðir Arsenal í síðustu viku frá Sporting Lissabon í Portúgal.
Gyökeres hefur raðað inn mörkum í Portúgal síðustu ár og þarf núna að gera slíkt hið sama á Englandi.
Gyökeres hefur raðað inn mörkum í Portúgal síðustu ár og þarf núna að gera slíkt hið sama á Englandi.
Þetta eru skipti sem lágu í loftinu í margar vikur en það er gríðarleg eftirvænting fyrir því að sjá Gyökeres í treyju Arsenal.
Gyökeres er greinilega mjög vinsæll hjá stuðningsmönnum Lundúnafélagsins en samkvæmt The Athletic hefur salan á treyju Gyökeres bætt met hjá félaginu.
Gyökeres verður númer 14 hjá Arsenal, sem er sama númer og Thierry Henry var með hjá félaginu í fjölda ára. Arsenal hefur boðist til að merkja treyjur með nafni og númeri Gyökeres frítt og var eftirspurnin svo mikil að vefsíða félagsins hrundi um stund.
Treyjur merktar Declan Rice, Bukayo Saka og Martin Ödegaard hafa verið vinsælar síðustu ár og Myles Lewis-Skelly hefur komið sterkur inn undanfarið, en núna er það Gyökeres sem er vinsælastur.
Athugasemdir