
Grindavík tapaði gegn Þór í Lengjudeildinni á Akureyri í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Harald Árna Hróðmarsson, þjálfara Grindavíkur, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Þór 2 - 0 Grindavík
„Við spiluðum ágætlega. Það sem fór með þennan leik var færanýting, við fengum þrusugóð færi í fyrri hálfleik sem við áttum að klára," sagði Halli.
Hann var mjög svekktur með mörkin sem liðið fékk á sig.
„Það var svakalegur heppnisstimpill yfir fyrra markinu þeirra og í kjölfarið fáum við dauðafæri til að jafna leikinn. Þeir skora síðan sennilega ógðeslegasta mark sem við höfum fengið á okkur í sumar, vonlaus fyrirgjöf sem fer í varnarmann og inn af löngu færi. Alveg hræðilegt."
Manuel Gavilan kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik í dag. Hann var á leið í Njarðvík en þeir töldu að hann væri ekki í nógu góðu formi svo Grindavík nýtti tækifærið og tók hann í staðin.
„Hann er frábær fótboltamaður. Það er rétt metið hjá Njarðvíkingum að hann er ekki í toppstandi. Hann gaf okkur fínar mínútur í dag. Miðað við hvernig hann hefur æft að hann verður kominn í toppstand innan tveggja vikna, mjög góður fótboltamaður," sagði Halli.
„Við vissum af þessum leikmanni, vissum ekki að hann væri að koma til Íslands og það væri möguleiki á því að fá hann. Þegar hann fór í Njarðvík bitum við aðeins í handabökin en svo fengum við annan séns og erum hæstánægðir með að fá hann. Þetta er góður leikmaður."
Það var greint frá því í dag að Haukur Guðberg Einarsson hafr stigið til hliðar sem formaður fótboltadeildar Grindavíkur. Halli var spurður út í það.
„Ég vil þakka Hauki kærlega fyrir vel unnin störf fyrir félagið. Hann hefur verið formaður á hræðilega erfiðum tímum. Ég er ekki viss umað margir formenn í íslenskum íþróttum hafi þurft að standa í samskonar vitleysu. Haukur er frábær og góður vinur og við eigum eftir að sakna hans ótrúlega mikið."
„Við erum með góða stjórn og Haukur hverfur ekkert úr okkar starfi þótt hann láti af sem forrmaður."
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 15 | 8 | 7 | 0 | 36 - 14 | +22 | 31 |
2. ÍR | 14 | 8 | 5 | 1 | 26 - 12 | +14 | 29 |
3. Þróttur R. | 15 | 8 | 4 | 3 | 28 - 23 | +5 | 28 |
4. Þór | 15 | 8 | 3 | 4 | 34 - 22 | +12 | 27 |
5. HK | 15 | 8 | 3 | 4 | 26 - 18 | +8 | 27 |
6. Keflavík | 15 | 7 | 4 | 4 | 34 - 24 | +10 | 25 |
7. Völsungur | 14 | 5 | 2 | 7 | 24 - 30 | -6 | 17 |
8. Grindavík | 15 | 4 | 2 | 9 | 29 - 42 | -13 | 14 |
9. Selfoss | 14 | 4 | 1 | 9 | 15 - 29 | -14 | 13 |
10. Fylkir | 15 | 2 | 5 | 8 | 20 - 26 | -6 | 11 |
11. Fjölnir | 14 | 2 | 4 | 8 | 21 - 35 | -14 | 10 |
12. Leiknir R. | 15 | 2 | 4 | 9 | 13 - 31 | -18 | 10 |
Athugasemdir