Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   mið 30. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Óvænt tap hjá KH hleypir Árborg í toppbaráttuna
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það fóru þrír leikir fram í 4. deildinni í gærkvöldi þar sem Árborg náði að blanda sér aftur í toppbaráttuna þökk sé sigri á heimavelli og afar óvæntu tapi hjá KH á Hlíðarenda.

Árborg sigraði 3-0 gegn erfiðu liði Hafna sem er búið að vera á mikilli siglingu undanfarnar vikur. Heimamenn tóku forystuna á Selfossi og það hjálpaði þegar Bessi Jóhannsson var rekinn af velli í liði gestanna.

Árborg kláraði seinni hálfleikinn þægilega gegn tíu andstæðingum og er liðið í þriðja sæti deildarinnar, með 23 stig eftir 13 umferðir. Þremur stigum á eftir KH sem tapaði afar óvænt gegn fallbaráttuliði Álftaness.

Í Hlíðunum náðu Álftnesingar forystunni í fyrri hálfleik en staðan var jöfn í leikhlé. Arian Ari Morina tók forystuna á nýjan leik fyrir Álftanes í síðari hálfleik en aftur tókst heimamönnum að jafna.

Staðan var 2-2 þegar komið var að lokamínútunum og fengu gestirnir dæmda vítaspyrnu. Bjarki Flóvent Ásgeirsson skoraði af vítapunktinn á 86. mínútu og reyndist það sigurmarkið.

Dýrmætur sigur Álftnesinga sem fjarlægir liðið frá fallbaráttunni. Álftanes er núna fjórum stigum frá fallsæti, með 14 stig eftir 13 umferðir. Hafnir eru einu stigi þar fyrir ofan.

Að lokum nældi botnlið Hamars í sitt þriðja stig á deildartímabilinu með frábæru endurkomujafntefli gegn Vængjum Júpíters.

Vængirnir leiddu með tveggja marka mun en Guido Rancez svaraði fyrir Hvergerðinga þegar hann skoraði tvennu með stuttu millibili. Mjög svekkjandi jafntefli fyrir Vængina sem eru í fjórða sæti, tveimur stigum á eftir Árborg.

Árborg 3 - 0 Hafnir
1-0 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('37 )
2-0 Gestur Helgi Snorrason ('65 )
3-0 Steinar Aron Magnússon ('90 )
Rautt spjald: ,Bessi Jóhannsson, Hafnir ('42)
Rautt spjald: Sigurður Ingi Bergsson, Hafnir ('93)

KH 2 - 3 Álftanes
0-1 Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson ('15 )
1-1 Sigfús Kjalar Árnason ('39 )
1-2 Arian Ari Morina ('65 )
2-2 Jón Örn Ingólfsson ('80 )
2-3 Bjarki Flóvent Ásgeirsson ('86 , Mark úr víti)
Rautt spjald: Björn Dúi Ómarsson , Álftanes ('90)

Vængir Júpiters 2 - 2 Hamar
1-0 Valdimar Ingi Jónsson ('13 )
2-0 Arnar Ragnars Guðjohnsen ('17 )
2-1 Guido Rancez ('48 , Mark úr víti)
2-2 Guido Rancez ('50 )
4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KÁ 12 8 4 0 50 - 17 +33 28
2.    KH 13 8 2 3 37 - 23 +14 26
3.    Árborg 13 6 5 2 32 - 22 +10 23
4.    Vængir Júpiters 13 5 6 2 27 - 21 +6 21
5.    Elliði 12 5 5 2 24 - 18 +6 20
6.    Hafnir 13 5 0 8 28 - 37 -9 15
7.    Álftanes 13 4 2 7 19 - 29 -10 14
8.    Kría 13 3 4 6 24 - 30 -6 13
9.    KFS 13 4 1 8 23 - 50 -27 13
10.    Hamar 13 0 3 10 17 - 34 -17 3
Athugasemdir
banner
banner