mán 28. júlí 2025 18:19
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Stjörnunnar og Aftureldingar: Steven Caulker á bekknum - Ein breyting hjá Magga
Steven Caulker er í leikmannahóp Stjörnunnar í kvöld.
Steven Caulker er í leikmannahóp Stjörnunnar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir rúman klukkutíma hefst leikur Stjörnunnar og Aftureldingar í Bestu deildinni. Rétt í þessu voru byrjunarliðin að detta í hús.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 Afturelding

Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, gerir allt að tvær breytingar á liðinu sem tapaði í Vestmannaeyjum 1-0 á dögunum. Adolf Daði Birgisson og Alex Þór Hauksson koma inn í liðið fyrir Örvar Eggertsson og Guðmund Baldvin Nökkvason. Steven Caulker er á bekknum í dag.

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, gerir einungis eina breytingu á sínu liði sem gerði 1-1 jafntefli gegn Fram í seinustu umferð. Þórður Gunnar Hafþórsson kemur inn í byrjunarliðið fyrir hann Elmar Kára Enesson Cogic.
Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Þorri Mar Þórisson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Samúel Kári Friðjónsson
11. Adolf Daði Birgisson
23. Benedikt V. Warén
29. Alex Þór Hauksson
32. Örvar Logi Örvarsson
99. Andri Rúnar Bjarnason

Byrjunarlið Afturelding:
1. Jökull Andrésson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
3. Axel Óskar Andrésson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
8. Aron Jónsson
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
20. Benjamin Stokke
21. Þórður Gunnar Hafþórsson
30. Oliver Sigurjónsson
77. Hrannar Snær Magnússon
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner