
Kaup Bayern München á Luis Díaz voru staðfest í morgun en það vantar ekki slúðrið um þessar mundir enda félögin í óða önn að reyna að styrkja leikmannahópa sína fyrir tímabilið sem nálgast hratt.
Markvörðurinn Nick Pope (33) gæti orðið skotmark Manchester Unite ef Newcastle kaupir Aaron Ramsdale (27) frá Southampton. (Talksport)
Arsenal hefur enn áhuga á vængmanninum Eberechi Eze (27), en félagið vill ekki greiða meira en 60 milljónir punda og mun aðeins bjóða ef Crystal Palace lækkar kröfurnar. (Athletic)
Manchester City hefur hafnað 25 milljóna punda boði frá Nottingham Forest í miðjumanninn James McAtee (22). (Sky Sports)
Paris Saint-Germain vinnur hörðum höndum að því að klára samning við Bournemouth um úkraínska varnarmanninn Illia Zabarnyi (22). (Fabrizio Romano)
Borussia Dortmund er að fylgjast með stöðu vængmannsins Leandro Trossard (30) hjá Arsenal, en Belginn er einnig eftirsóttur af tveimur félögum í ensku úrvalsdeildinni. (Sky Sports Þýskalandi)
Fenerbahce í Tyrklandi hefur áhuga á ítalska framherjanum Federico Chiesa (27) hjá Liverpool en hann vill helst snúa aftur í ítalska boltann. (Calcimercato)
Manchester United er tilbúið að selja Jadon Sancho (25) fyrir um 17 milljónir punda, en Borussia Dortmund og Juventus hafa sýnt áhuga á enska vængmanninum. (Mail)
United hefur hætt við áhuga sinn á Nicolas Jackson (24) hjá Chelsea, þar sem launakröfur Senegalmannsins þóttu of háar. (Mirror)
Napoli hefur áhuga á miðjumanninum Jack Grealish (29) hjá Manchester City, en launakröfur hans gætu reynst félaginu of þungar. Napoli hefur einnig Raheem Sterling (30) hjá Chelsea og Alejandro Garnacho (21) hjá Manchester United á óskalista sínum. (Gazzetta dello Sport)
Manchester United er opið fyrir því að selja Garnacho og hefur átt viðræður við Aston Villa og Chelsea. (Independent)
Everton hyggst leggja áherslu á að fá Douglas Luiz (27) hjá Juventus áður en félagið tekur ákvarðanir um áhuga sinn á Grealish. (GiveMeSport)
Manchester United hefur Ollie Watkins (29) hjá Aston Villa efstan á lista yfir framherja sem félagið vill fá, en Benjamin Sesko (22) hjá RB Leipzig er einnig á listanum. (Sun)
Manchester City hefur tilkynnt þýska markverðinum Stefan Ortega (32) að hann megi yfirgefa félagið eftir komu James Trafford frá Burnley. (Fabrizio Romano)
West Ham hefur áhuga á portúgalska miðjumanninum Fabio Vieira (25), sem gekk til liðs við Arsenal árið 2022 en var lánaður til Porto á síðasta tímabili. (Ben Jacobs)
Kalvin Phillips (29), miðjumaður Manchester City og enska landsliðsins, vill snúa aftur til uppeldisfélagsins Leeds. (Football Insider)
Liverpool hefur náð samkomulagi um kaup á Will Wright (17), ungum framherja frá Salford City. (Athletic)
Inter hefur hækkað tilboð sitt í nígeríska framherjann Ademola Lookman (27) hjá Atalanta í 45 milljónir evra. (Gazzetta dello Sport)
Portúgalska félagið Famalicao hefur áhuga á Tyrese Hall (19), enskum miðjumanni Tottenham, sem vakti athygli frá Championship félögum í janúar. (Sky Sports)
Lyon hefur áhuga á enska miðjumanninum Tyler Morton (22) og hefur haft samband við Liverpool. (Times)
Athugasemdir