Meiðsli Emils Atlasonar, sóknarmanns Stjörnunnar, eru verri en talið var í fyrstu og hann verður frá í einhverjar vikur.
Hann hefur ekki komið við sögu í þremur síðustu deildarleikjum og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, spurður út í stöðuna á leikmanninum eftir sigurinn gegn Aftureldingu í gær.
Hann hefur ekki komið við sögu í þremur síðustu deildarleikjum og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, spurður út í stöðuna á leikmanninum eftir sigurinn gegn Aftureldingu í gær.
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 1 Afturelding
„Hún er ekki nægilega góð. Það er að koma í ljós að þetta er töluvert meira en við héldum fyrst. Það er erfitt að segja til um hvort þetta séu tvær vikur eða fjórar. Þetta fer allt eftir því hvernig endurhæfingin gengur. Hann er leikmaður sem við þurfum á að halda þegar hann getur spilað," segir Jökull.
Emil hafði spilað mikilvæga leiki fyrir Stjörnuna þrátt fyrir að hafa augljóslega ekki verið alveg heill en Jökull er í viðtalinu spurður út í þá ákvörðun að hafa látið hann spila.
Stjarnan er í fimmta sæti Bestu deildarinnar.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 16 | 10 | 3 | 3 | 42 - 21 | +21 | 33 |
2. Víkingur R. | 16 | 9 | 4 | 3 | 29 - 18 | +11 | 31 |
3. Breiðablik | 16 | 9 | 4 | 3 | 28 - 21 | +7 | 31 |
4. Fram | 16 | 7 | 3 | 6 | 25 - 21 | +4 | 24 |
5. Stjarnan | 16 | 7 | 3 | 6 | 29 - 27 | +2 | 24 |
6. Vestri | 16 | 7 | 1 | 8 | 15 - 14 | +1 | 22 |
7. Afturelding | 16 | 5 | 4 | 7 | 19 - 24 | -5 | 19 |
8. FH | 16 | 5 | 3 | 8 | 26 - 23 | +3 | 18 |
9. ÍBV | 16 | 5 | 3 | 8 | 14 - 23 | -9 | 18 |
10. KA | 16 | 5 | 3 | 8 | 16 - 31 | -15 | 18 |
11. KR | 16 | 4 | 5 | 7 | 36 - 38 | -2 | 17 |
12. ÍA | 16 | 5 | 0 | 11 | 16 - 34 | -18 | 15 |
Athugasemdir