Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   mán 28. júlí 2025 20:24
Elvar Geir Magnússon
„Auðvitað er þetta galið og hann veit það sjálfur“
Axel Óskar fékk að líta rauða spjaldið.
Axel Óskar fékk að líta rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú er seinni hálfleikur í leik Stjörnunnar og Aftureldingar í Bestu deildinni nýhafinn. Mosfellingar eru marki yfir en einnig manni færri eftir að Axel Óskar Andrésson fékk tvö gul spjöld og þar með rautt.

„Alex Þór fær boltann og Axel Óskar keyrir út í galna tæklingu og verðskuldar ekkert annað en að vera sendur í sturtu. ÚFF. Þetta gæti kostað gestina. Glórulaust hjá Axeli vitandi það að hann er á gulu spjaldi," skrifaði Anton Freyr Jónsson í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Þetta var fyrsta rauða spjald Aftureldingar í efstu deild. Í útsendingu Sýnar var talað um hversu glórulaust það hafi verið hjá Axel að láta reka sig út af.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 Afturelding

„Hvað ertu að hugsa?" sagði Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingurinn Sigurbjörn Hreiðarsson tók undir.

„Þetta er algjörlega galið. Hann er stríðsmaður en auðvitað er þetta galið og hann veit það sjálfur. Þetta er bara hárrétt rautt spjald," sagði Bjössi Hreiðars.
Athugasemdir
banner
banner