
Íslenska landsliðskonan Natasha Anasi var ónotaður varamaður hjá Val í gær þegar liðið tapaði 2-3 gegn FH í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.
Natasha meiddist í leiknum gegn FHL fyrir helgi og fór í myndatöku vegna meiðslanna í gær, á leikdegi.
Natasha meiddist í leiknum gegn FHL fyrir helgi og fór í myndatöku vegna meiðslanna í gær, á leikdegi.
„Hún fór í myndatöku í dag (í gær) og við fáum út úr myndatökunni á morgun (í dag). Þá getum við sagt nákvæmlega hvað sé að gerast. Við erum bjartsýn um að þetta verði allt í lagi, en við getum ekki fullyrt það akkúrat núna," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, við Fótbolta.net í gær.
Það er vonandi að Natasha, sem er lykilmaður í liði Vals, sé ekki alvarlega meidd. Það ætti að skýrast betur í dag.
Athugasemdir