Jóhannes Kristinn Bjarnason er genginn í raðir danska félagsins Kolding og skrifar hann undir samning þar til 2029.
Faðir hans, Bjarni Guðjónsson, birtir mynd af Jóhannesi þar sem hann er mættur í æfingafatnað frá Kolding. Á myndinni er hann að skrifa undir samninginn.
Faðir hans, Bjarni Guðjónsson, birtir mynd af Jóhannesi þar sem hann er mættur í æfingafatnað frá Kolding. Á myndinni er hann að skrifa undir samninginn.
Jóhannes, sem hefur skorað sex mörk í Bestu deildinni í sumar, er núna mættur til Kolding. Samkvæmt Tipsbladet borgar danska félagið um 9,5 milljónir íslenskra króna fyrir hann. Samningur Jóa við KR átti að renna út eftir tímabilið.
Kolding er með þrjú stig eftir tvær umferðir í næst efstu deild í Danmörku. Ari Leifsson er leikmaður liðsins en hann er á sínu þriðja tímabili með liðinu.
Athugasemdir