Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
banner
fimmtudagur 31. júlí
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Mjólkurbikar kvenna
miðvikudagur 30. júlí
Lengjudeild karla
Forkeppni Meistaradeildar karla
mánudagur 28. júlí
Besta-deild karla
laugardagur 26. júlí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
fimmtudagur 24. júlí
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
miðvikudagur 23. júlí
þriðjudagur 22. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
sunnudagur 20. júlí
Besta-deild karla
fimmtudagur 17. júlí
Besta-deild karla
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 15. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 14. júlí
Besta-deild karla
sunnudagur 13. júlí
fimmtudagur 10. júlí
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
EM kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 8. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 7. júlí
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
sunnudagur 6. júlí
EM kvenna
Besta-deild karla
miðvikudagur 2. júlí
EM kvenna
þriðjudagur 1. júlí
Mjólkurbikar karla
mánudagur 30. júní
2. deild karla
laugardagur 28. júní
Lengjudeild karla
miðvikudagur 30. júlí
Engin úrslit úr leikjum í dag
mán 28.júl 2025 16:45 Mynd: Leeds
Magazine image

Spáin fyrir enska: 17. sæti

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

Nýliðar Leeds bjarga sér frá falli ef spáin rætist.

Frá því síðast þegar Leeds var upp í ensku úrvalsdeildinni.
Frá því síðast þegar Leeds var upp í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd/EPA
Daniel Farke er stjóri Leeds.
Daniel Farke er stjóri Leeds.
Mynd/EPA
Fyrirliðinn Ethan Ampadu.
Fyrirliðinn Ethan Ampadu.
Mynd/EPA
Joe Rodon í leik með landsliði Wales á Laugardalsvelli.
Joe Rodon í leik með landsliði Wales á Laugardalsvelli.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ao Tanaka er leikmaður sem er mikilvægur fyrir Leeds.
Ao Tanaka er leikmaður sem er mikilvægur fyrir Leeds.
Mynd/Leeds
Daniel James er eldsnöggur.
Daniel James er eldsnöggur.
Mynd/EPA
Willy Gnonto er spennandi.
Willy Gnonto er spennandi.
Mynd/EPA
Lucas Perri er kominn í markið hjá Leeds.
Lucas Perri er kominn í markið hjá Leeds.
Mynd/EPA
Lukas Nmecha kom á frjálsri sölu frá Wolfsburg.
Lukas Nmecha kom á frjálsri sölu frá Wolfsburg.
Mynd/Leeds
Miðjumaðurinn Anton Stach kom frá Wolfsburg.
Miðjumaðurinn Anton Stach kom frá Wolfsburg.
Mynd/EPA
Gabriel Gudmundsson, maðurinn með íslenska nafnið, kom til Leeds frá Lille.
Gabriel Gudmundsson, maðurinn með íslenska nafnið, kom til Leeds frá Lille.
Mynd/Leeds
Joel Piroe á að sjá um að skora mörkin.
Joel Piroe á að sjá um að skora mörkin.
Mynd/Leeds
Varnarmaðurinn Jaka Bijol.
Varnarmaðurinn Jaka Bijol.
Mynd/Leeds United
Manor Salomon lék vel með Leeds á síðasta tímabili en hann er farinn aftur til Tottenham.
Manor Salomon lék vel með Leeds á síðasta tímabili en hann er farinn aftur til Tottenham.
Mynd/EPA
Sean Longstaff kom frá Newcastle.
Sean Longstaff kom frá Newcastle.
Mynd/Leeds
Frá Elland Road, heimavelli Leeds.
Frá Elland Road, heimavelli Leeds.
Mynd/EPA
Leeds er komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir frekar stutta dvöl í Championship-deildinni og það gleður þann stóra hóp Íslendinga sem styður við bakið á þessu sögufræga félagi. Leeds fór með sigur af hólmi í Championship-deildinni í fyrra og rauf þar 100 stiga múrinn sem er býsna vel gert. Þrátt fyrir þann árangur eru efasemdir um Daniel Farke, stjóra liðsins, þar sem hann hefur ekki náð góðum árangri er hann hefur verið í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur aðeins unnið sex af 49 leikjum sínum sem stjóri í deild þeirra bestu en hann stýrði áður liði Norwich. Hann er talinn líklegastur til að missa starf sitt fyrstur á þessu tímabili en Leeds hefur lýst yfir stuðningi við hann undanfarin misseri.

Sumarglugginn hefur verið áhugaverður hjá Leeds, sem hefur styrkt liðið með sjö nýjum leikmönnum. Það eru Jaka Bijol frá Udinese, Lucas Perri frá Lyon, Lukas Nmecha og Sebastiaan Bornauw frá Wolfsburg, Gabriel Gudmundsson frá Lille, Sean Longstaff frá Newcastle og Anton Stach frá Hoffenheim fyrir um 17 milljónir punda. Flestir þessara leikmanna hafa ekki reynslu úr ensku úrvalsdeildinni, sem veldur nokkrum áhyggjum, en fjárhagslegt svigrúm félagsins er talið nægt til að styrkja hópinn frekar ef á þarf að halda.

Að halda sætinu í deildinni er aðalmarkmið Leeds á þessu tímabili. Fyrsti leikur þeirra verður gegn Everton á Elland Road þann 18. ágúst, og verður mikilvægt að ná góðum úrslitum strax í byrjun til að byggja upp sjálfstraust og trú á verkefninu. Ef nýju leikmennirnir ná að stilla saman strengi fljótt gæti Leeds átt möguleika á miðjumoði í þessari sterku deild. Hins vegar gæti slök byrjun og varnaróöryggi leitt þá í fallbaráttu — og sett stöðu Farke í hættu mun fyrr en vonast er til. Leeds er stórt félag sem á að vera í deild þeirra bestu og núna hlýtur að vera kominn tími til að festa sig þar og búa til góða tíma.

Stjórinn: Daniel Farke tók við sem stjóri Leeds United sumarið 2023 og leiddi liðið aftur upp í ensku úrvalsdeildina með glæsilegum hætti á síðustu leiktíð, þar sem liðið náði í 100 stig. Hann er þekktur fyrir að vilja halda í boltann og vera yfirvegaður einstaklingur, sem hefur komið með stöðugleika og taktískan skýrleika í lið sem hafði glímt við ákveðinn óstöðugleika fyrir fall árið 2023. Þrátt fyrir að hafa átt í erfiðleikum í úrvalsdeildinni áður með Norwich City, hefur Farke hlotið mikið hrós fyrir að endurvekja trú og sjálfstraust á Elland Road og fyrir að gefa ungum leikmönnum eins og Archie Gray tækifæri. Nú snýr hann sér að því að sanna að hann geti ekki aðeins náð árangri í Championship heldur einnig með Leeds í ensku úrvalsdeildinni og byggt upp til lengri tíma. Hann er ekki dáður og dýrkaður eins og Marcelo Bielsa hjá stuðningsmönnum Leeds, en það gæti breyst ef liðið stendur sig vel á þessu tímabili og á næstu árum.



Leikmannaglugginn: Leeds hefur náð í nokkra öfluga leikmenn sem eru ekki með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni, en eru samt sem áður spennandi. Það gæti verið að Leeds bæti enn frekar við sig en hópurinn virðist vera í ágætu standi núna.

Komnir:
Anton Stach frá Hoffenheim - 17 milljónir punda
Jaka Bijol frá Udinese - 15 milljónir punda
Lucas Perri frá Lyon - 13 milljónir punda
Sean Longstaff frá Newcastle - 12 milljónir punda
Gabriel Gudmundsson frá Lille - 10 milljónir punda
Sebastiaan Bornauw frá Wolfsburg - 5,1 milljón punda
Lukas Nmecha frá Wolfsburg - Á frjálsri sölu
Jack Harrison frá Everton - Var á láni

Farnir:
Rasmus Kristensen til Eintracht Frankfurt - 5,2 milljónir punda
Junior Firpo til Real Betis - Á frjálsri sölu
Maximilian Wöber til Werder Bremen - Á láni
Josuha Guilavogui - Samningur rann út
Manor Salomon til Tottenham - Var á láni
Joe Rothwell til Rangers - Var á láni frá Bournemouth

Líklegt byrjunarlið


Þrír lykilmenn:
Joe Rodon var eini leikmaðurinn sem byrjaði alla 46 leiki Leeds á síðustu leiktíð er liðið fór með sigur af hólmi í Championship á síðustu leiktíð. Rodon var fyrir nokkrum árum keyptur til Tottenham en fann sig ekki þar, en hjá Leeds hefur hann fundið sitt heimili. Hann er afar mikilvægur í spili Leeds og er mjög góður að koma boltanum úr vörninni.

Ao Tanaka er japanskur miðjumaður sem gekk í raðir Leeds frá Fortuna Düsseldorf fyrir síðasta tímabil. Hann var fljótur að sýna hvað í sér býr og var hann valinn í lið ársins í Championship-deildinni. Hann er mikið í boltanum hjá Leeds og er stórkostlegur í því að vinna hann til baka fyrir liðið. Mjög svo öflugur leikmaður sem verður gaman að sjá í ensku úrvalsdeildinni.



Daniel James, sá eldsnöggi kantmaður. Var magnaður á síðasta tímabili og var helsta vopnið í sóknarleik Leeds ásamt framherjanum Joel Piroe. Hann skoraði tólf mörk á síðasta tímabili og lagði upp níu í Championship-deildinni sem er frábærlega gert. Hann er með talsverða reynslu úr ensku úrvalsdeildinni og það eru fáir sem ráða við hraðann sem hann býr yfir.

Fylgist með: Willy Gnonto er leikmaður sem vakti athygli síðast þegar Leeds var í ensku úrvalsdeildinni en hann var valinn besti ungi leikmaður félagsins á síðustu leiktíð. Þessi 21 árs gamli ítalski framherji hefur fengið góða reynslu í Championship síðustu árin og mætir núna tilbúnari til leiks í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur nú þegar spilað 13 landsleiki fyrir Ítalíu og er alveg klárlega mikill framtíðarleikmaður sem mun vonandi fá stórt hlutverk í liði Leeds í vetur. Harry Gray er þá 16 ára gamall bróðir Archie Gray, sem spilar núna með Tottenham. Hann er gríðarlega efnilegur leikmaður sem gæti fengið mínútur með Leeds á komandi tímabili.

Besta og versta mögulega niðurstaða: Besta niðurstaðan er sú að Leeds forðist það að lenda í fallbaráttu og byggi grunn til að festa sig í sessi í ensku úrvalsdeildinni. Versta mögulega niðurstaðan er sú að allt fari í skrúfuna, Farke verði rekinn og það finnist ekki góð lausn sem endar með því að liðið kolfellur.

Þau sem spáðu: Anton Freyr Jónsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Ívan Guðjón Baldursson, Kári Snorrason, Mate Dalmay, Snæbjört Pálsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. Leeds, 53 stig
18. Wolves, 50 stig
19. Sunderland, 33 stig
20. Burnley, 22 stig
Athugasemdir
banner