Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 29. júlí 2025 17:19
Ívan Guðjón Baldursson
Eftirsóttur Röhl farinn frá Sheffield (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Heimasíða Southampton
Danny Röhl hefur yfirgefið Sheffield Wednesday eftir tæplega tvö ár við stjórnvölinn í sínu fyrsta starfi sem aðalþjálfari.

Hinn 36 ára gamli Röhl gerði góða hluti við stjórnvölinn hjá Sheffield frá því að hann var ráðinn í október 2023. Fyrir þá tíð hafði hann starfað sem partur af þjálfarateymunum hjá RB Leipzig, Southampton, FC Bayern og þýska landsliðinu.

Röhl tók við Sheffield á erfiðum tíma fyrir félagið sem virðist núna vera á barmi gjaldþrots. Leikmenn fengu ekki greitt um síðustu mánaðamót, annan mánuðinn í röð, og neitaði Röhl að mæta til vinnu fyrstu vikur undirbúningstímabilsins.

Núna hefur honum tekist að semja við stjórnendur Sheffield um starfslok og er því frjáls ferða sinna.

Fjárhagsvandræði félagsins eru afar slæm. Sheffield hefur verið sett í félagaskiptabann næstu fjóra viðskiptaglugga, eða allt fram í vetrargluggann 2027, ef fjárhagsstaðan verður ekki bætt sem fyrst.

Rohl hefur verið orðaður við fjölda starfa bæði á Englandi og í Þýskalandi. Hann er talinn vera mjög ofarlega á óskalistanum hjá Leicester City.

Þjálfarateymið myndað af Sascha Lense, Chris Powell, Neil Thompson og Sal Bibbo hefur einnig yfirgefið Sheffield.


Athugasemdir
banner