
Gils Gíslason er kominn aftur í ÍR á láni frá FH. Gils eru uppalinn í FH en hann var lánaður í ÍR fyrir ári síðan.
Hann kom við sögu í ellefu leikjum í Lengjudeildinni með ÍR á síðustu leiktíð og skoraði eitt mark þegar liðið komst í umspil um sæti í Bestu deildinni.
Hann kom aðeins við sögu í einum leik í Bestu deildinni í sumar.
Hann kom við sögu í ellefu leikjum í Lengjudeildinni með ÍR á síðustu leiktíð og skoraði eitt mark þegar liðið komst í umspil um sæti í Bestu deildinni.
Hann kom aðeins við sögu í einum leik í Bestu deildinni í sumar.
Gils er fæddur árið 2007 og spilar sem kantmaður. Hann á 18 meistaraflokksleiki að baki og hefur skorað fjögur mörk.
ÍR hefur styrkt sig mikið undanfarið fyrir baráttuna um að komast upp í Bestu deildina en liðið er á toppi Lengjudeildarinnar með 29 stig, stigi á undan Njarðvík
ÍR hefur einnig fengið Gabríel Aron Sævarsson, Reyni Haraldsson, Ísak Aron Ómarsson og Óliver Elís Hlynsson í þessum glugga.
Athugasemdir