Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 29. júlí 2025 18:22
Ívan Guðjón Baldursson
Trafford aftur til Manchester City (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Manchester City er búið að ganga frá kaupum á James Trafford sem snýr aftur í herbúðir félagsins eftir tveggja ára fjarveru.

Trafford hefur verið aðalmarkvörður Burnley sem keypti hann úr röðum Man City sumarið 2023, en City hélt endurkaupsrétti á leikmanninum.

City keypti leikmanninn aftur til sín í sumar fyrir lægra verð heldur en sagði til um í endurkaupsákvæðinu. Ákvæðið hljóðaði upp á 40 milljónir punda en Man City kaupir hann fyrir 27 milljónir.

Burnley keypti Trafford fyrir 14 milljónir og græðir því 13 milljónir punda á þessum félagaskiptum. Frábær félagaskipti fyrir Burnley enda reyndist Trafford mikilvægur hlekkur fyrir liðið.

Trafford er 22 ára gamall og varð Evrópumeistari með U21 landsliði Englendinga fyrir tveimur árum.


Athugasemdir
banner
banner