
HK heimsóttu Njarðvíkinga suður með sjó í kvöld þegar fimmtánda umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.
Lestu um leikinn: Njarðvík 3 - 0 HK
„Erfitt að kyngja því" sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari HK svekktur eftir tapið gegn Njarðvík í kvöld.
„Í heildina erum við miklu betra liðið hérna á vellinum og eigum miklu fleiri skot. Okkur var refsað illa í dag"
„Fyrsta skipti sem að þeir fara í raun yfir miðju er aukaspyrna frá miðju og það er mark. Við komumst svo í svona þrjár, fjórar stöður og afturfyrir þá. Eigum nokkur horn og fyrirgjafir í fyrri hálfleik" sagði Hermann Hreiðarsson.
„Í seinni hálfleik er bara eitt lið á vellinum. Við áttum örugglega 10-15 skot og 7-8 horn en aftur þá er svo horn og lang innkast [sem Njarðvík skorar úr] og þeir komast lítið áfram. Stundum er boltinn svona og þeir refsa bara illa"
„Frammistöðulega séð þá vorum við sterkari aðilinn í dag. Við pressuðum þá og þeir reyndu ekki einusinni að spila og sparka langt og treystu á góðu lukkuna og það virkaði í dag, því miður"
„Það segir sig sjálft þegar lang lang besti maður vallarins er markmaðurinn hjá þeim í dag. Það er erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' af því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik. Það er alveg morgunljóst"
Nánar er rætt við Hermann Hreiðarsson þjálfara HK í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 15 | 8 | 7 | 0 | 36 - 14 | +22 | 31 |
2. ÍR | 14 | 8 | 5 | 1 | 26 - 12 | +14 | 29 |
3. Þróttur R. | 15 | 8 | 4 | 3 | 28 - 23 | +5 | 28 |
4. Þór | 15 | 8 | 3 | 4 | 34 - 22 | +12 | 27 |
5. HK | 15 | 8 | 3 | 4 | 26 - 18 | +8 | 27 |
6. Keflavík | 15 | 7 | 4 | 4 | 34 - 24 | +10 | 25 |
7. Völsungur | 14 | 5 | 2 | 7 | 24 - 30 | -6 | 17 |
8. Grindavík | 15 | 4 | 2 | 9 | 29 - 42 | -13 | 14 |
9. Selfoss | 14 | 4 | 1 | 9 | 15 - 29 | -14 | 13 |
10. Fylkir | 15 | 2 | 5 | 8 | 20 - 26 | -6 | 11 |
11. Fjölnir | 14 | 2 | 4 | 8 | 21 - 35 | -14 | 10 |
12. Leiknir R. | 15 | 2 | 4 | 9 | 13 - 31 | -18 | 10 |