Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   mið 30. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu hvernig FH skrifaði söguna
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og FH áttust við í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í gærkvöldi hafði FH betur eftir framlengdan leik.

Þetta er í fyrsta sinn sem FH kemst í úrslitaleik bikarsins í kvennaflokki þrátt fyrir að hafa fjórum sinnum áður farið í undanúrslit. Stelpurnar skrifuðu því söguna með sigri sínum í gær.

Leikurinn var afar fjörugur þar sem staðan var jöfn, 2-2, eftir venjulegan leiktíma og leit sigurmark FH ekki dagsins ljós fyrr en á lokamínútum framlengingarinnar.

Lokatölur urðu því 2-3 þökk sé sigurmarki á 119. mínútu.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr undanúrslitaleiknum skemmtilega. FH mætir annað hvort Breiðabliki eða ÍBV í úrslitaleiknum.


Athugasemdir
banner