
Valur og FH áttust við í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í gærkvöldi hafði FH betur eftir framlengdan leik.
Þetta er í fyrsta sinn sem FH kemst í úrslitaleik bikarsins í kvennaflokki þrátt fyrir að hafa fjórum sinnum áður farið í undanúrslit. Stelpurnar skrifuðu því söguna með sigri sínum í gær.
Leikurinn var afar fjörugur þar sem staðan var jöfn, 2-2, eftir venjulegan leiktíma og leit sigurmark FH ekki dagsins ljós fyrr en á lokamínútum framlengingarinnar.
Lokatölur urðu því 2-3 þökk sé sigurmarki á 119. mínútu.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr undanúrslitaleiknum skemmtilega. FH mætir annað hvort Breiðabliki eða ÍBV í úrslitaleiknum.
Allt það helsta úr sigri FH gegn Val í undanúrslitum bikarsins. Fimm mörk og dramatískt sigumark. Kaplakrikakonur unnu 2-3 sigur og gátu fagnað vel undir leikslok???? pic.twitter.com/JROXJJ4lrD
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 29, 2025
Athugasemdir