Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   mið 30. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Milinkovic-Savic til Napoli (Staðfest) - Juanlu næstur?
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Napoli tilkynnti það um helgina að serbneski markvörðurinn Vanja Milinkovic-Savic er kominn til félagsins.

Hann kemur á lánssamningi frá Torino með kaupskyldu og enda Ítalíumeistararnir á því að borga um 20 milljónir evra fyrir félagaskiptin, þar sem markvörðurinn var aðeins með eitt ár eftir af samningi og hafði engan áhuga á að framlengja.

Milinkovic-Savic, yngri bróðir Sergej Milinkovic-Savic, er 28 ára gamall og mun berjast við Alex Meret um markmannsstöðuna.

Milinkovic-Savic hefur verið aðalmarkvörður hjá Torino síðustu fjögur ár og var meðal annars orðaður við Manchester United í sumar.

Napoli hefur verið duglegt að fá inn nýja leikmenn í sumar og gæti bakvörðurinn Juanlu Sánchez verið næstur inn.

Sevilla vill fá 20 milljónir evra fyrir en síðasta tilboð Napoli hljóðaði upp á 15 milljónir og hlutfalli af endursöluvirði.

Juanlu verður 22 ára í ágúst og er hægri bakvörður að upplagi en getur einnig spilað á hægri kanti og miðri miðjunni.

Hann hefur verið mikilvægur hlekkur upp yngri landslið Spánar og vann Ólympíuleikana með U23 liðinu í fyrra. Hann á í heildina 25 leiki að baki fyrir yngri landsliðin, flesta fyrir U21 og U19.


Athugasemdir
banner