
„Eigum við að segja ýmislegt, mjög margt gott og ákveðinir hlutir sem eru ekki nógu góðir. Vantar aðeins upp á ákvörðunartöku á sóknarþriðjung, og kannski meiri gæði í að slútta. Svo er liðið kannski í smá basli, gerir smá mistök og oft á tíðum er það þannig að okkur er refsað fyrir það", sagði Arnar Grétarsson um sína upplifun eftir fyrstu þrjá deildarleiki sem þjálfari liðsins.
Fylkismenn hófu leikinn af miklu krafti og var betri aðilinn fyrstu 25 mínútur en skömmu seinna kemst Þróttur yfir og leikurinn snýst við. Þróttur var betri aðilinn einnig í seinni hálfleik og unnu að lokum 2-1.
„Mér fannst leikurinn í dag tiltölulega jafn. Mér fannst við byrja betur en þeir, fáum eitt eða tvö hörkufæri. Svo koma þeir síðasta korterið í fyrri hálfleik og skora markið. Fá síðan einn til tvo skotsénsa en það er mest allt þegar við erum að tapa boltanum og gefa þeim þetta í hendurnar"
Fylkismenn hófu leikinn af miklu krafti og var betri aðilinn fyrstu 25 mínútur en skömmu seinna kemst Þróttur yfir og leikurinn snýst við. Þróttur var betri aðilinn einnig í seinni hálfleik og unnu að lokum 2-1.
„Mér fannst leikurinn í dag tiltölulega jafn. Mér fannst við byrja betur en þeir, fáum eitt eða tvö hörkufæri. Svo koma þeir síðasta korterið í fyrri hálfleik og skora markið. Fá síðan einn til tvo skotsénsa en það er mest allt þegar við erum að tapa boltanum og gefa þeim þetta í hendurnar"
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 1 Fylkir
Það sást fljótt að Þróttur Reykjavík ætlaði sér að pressa hátt vitandi það að Fylkir er lið sem vill spila boltanum frá marki. Pressan gékk oft á tíðum mjög vel hjá heimamönnum og bæði mörk Þróttar komu eftir pressu þegar Fylkir tapar boltanum á vondum stað.
„Svo gerum við mistök í öðru markinu. Erum að reyna að gera það sem við vorum að gera allan leikinn, spila út og það eru mistök og okkur er refsað. Svo fannst mér menn reyna að leggja allt í sölurnar við að jafna en það bara gékk ekki"
Seinna markið var afar klaufalegt en Fylkir reynir að spila frá marki. Það kemur sending frá Óla (markverði) á Nikulás Val sem á hörmulega sendingu beint á Villla Kaldal sem þakkar fyrir sig og kemur Þrótturum yfir 2-1
„Það er verið að reyna að setja upp ákveðna hluti og stundum geta hlutir klikkað. Það er bara eins og gerist í fótbolta, maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti. Maður getur verið vondur þegar menn eru ekki að leggja sig fram"
Miðjumennirnir Emil Ásmundsson og Ragnar Bragi Sveinsson fengu báðir að líta gula spjaldið í fyrri hálfleik sem hafði óneitanlega áhrif á ákveðni þeirra varnarlega í seinni hálfleik. Emil tókst að halda sér inn á vellinum en Ragnar fékk sitt annað gula spjald og rautt á 93. mínútu
„Það er erfitt að fá tvö gul spjöld snemma á tvo miðjumenn sem eru mjög agressívir, það er aldrei gott. Var þetta gult spjald þarna í lokin eða ekki á Ragnar Braga? Mér fannst hann vera að reyna að koma ekki við hann"
Athugasemdir