
Stjórn KR hefur tekið þá ákvörðun að reka Gunnar Einarsson og Ívar Ingimarsson, þjálfara kvennaliðs félagsins.
Þeir tóku við liðinu fyrir síðustu leiktíð og stýrðu liðinu í 2. sæti í 2. deild og tryggðu liðinu þar með þátttöku í Lengjudeildinni í sumar.
Þeir tóku við liðinu fyrir síðustu leiktíð og stýrðu liðinu í 2. sæti í 2. deild og tryggðu liðinu þar með þátttöku í Lengjudeildinni í sumar.
Liðið er sem stendur í 5. sæti deildarinnar með 19 stig eftir 12 umferðir. Liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð.
Stjórn félagsins hefur hafið leit að nýjum þjálfara en Jamiee Brassington mun stýra liðinu út leiktíðina.
Lengjudeild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 12 | 10 | 1 | 1 | 50 - 7 | +43 | 31 |
2. HK | 12 | 8 | 1 | 3 | 27 - 16 | +11 | 25 |
3. Grindavík/Njarðvík | 12 | 7 | 2 | 3 | 23 - 18 | +5 | 23 |
4. Grótta | 12 | 7 | 1 | 4 | 27 - 21 | +6 | 22 |
5. KR | 12 | 6 | 1 | 5 | 27 - 29 | -2 | 19 |
6. Keflavík | 12 | 4 | 3 | 5 | 19 - 17 | +2 | 15 |
7. ÍA | 12 | 4 | 3 | 5 | 19 - 23 | -4 | 15 |
8. Haukar | 12 | 4 | 1 | 7 | 16 - 30 | -14 | 13 |
9. Fylkir | 12 | 2 | 1 | 9 | 15 - 31 | -16 | 7 |
10. Afturelding | 12 | 1 | 0 | 11 | 6 - 37 | -31 | 3 |
Athugasemdir