Tyrkneska liðinu Besiktas hefur vegnað illa á undirbúningstímabilinu og tapaði 2-4 gegn Shatkar Donetsk á heimavelli í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Ole Gunnar Solskjær stýrir Besiktas og nú er sagt að starf hans sé í hættu. Mögulega gæti hann verið látinn taka pokann sinn eftir seinni leikinn gegn Shaktar, sem fram fer á fimmtudag, ef illa fer.
Ole Gunnar Solskjær stýrir Besiktas og nú er sagt að starf hans sé í hættu. Mögulega gæti hann verið látinn taka pokann sinn eftir seinni leikinn gegn Shaktar, sem fram fer á fimmtudag, ef illa fer.
Nuri Sahin, fyrrum stjóri Borussia Dortmund, er orðaður við stjórastarfið hjá Besiktas og einnig Sergen Yalcin sem stýrði liðinu 2020-2021.
Besiktas endaði í fjórða sæti tyrknesku deildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir