Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 29. júlí 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bednarek frá Southampton til Porto (Staðfest)
Mynd: EPA
Jan Bednarek er genginn til liðs við Porto frá Southampton.

Bednarek er 29 ára gamall pólskur miðvörður en hann hefur verið í herbúðum Southampton frá 2017. Hann gekk til liðs við félagið frá Lech Poznan.

Sky Sports greinir frá því að Porto borgi um 6,5 milljón punda fyrir hann.

Bednarek lék 30 leiki þegar Southampton féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur alls leikið 254 leiki og skorað 11 mörk fyrir Southampton. Porto hafnaði í 3. sæti í portúgölsku deildinni á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner