
Njarðvík tók á móti HK í stórslag fimmtándu umferðar Lengjudeildarinnar á JBÓ vellinum í Njarðvík í kvöld.
Lestu um leikinn: Njarðvík 3 - 0 HK
„Ótrúlega sterkt að vinna HK hérna á þessum degi í dag" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld.
„Erfiður völlur, mikil rigning og einhver vindur ofan í þetta og svoleiðis. Mér fannst við bara eiga þetta skilið ef ég á að segja alveg eins og er"
„Við vorum hrikalega flottir í þeim aðgerðum þegar við náðum loksins að tengja einhverjar sendingar og þetta var ekki bara í loftunum og barátta um seinni bolta. Þá litum við bara mjög vel út og mörkin frábær"
„Við skoruðum þrjú mörk úr föstum leikatriðum og það er eitthvað sem að við erum búnir að vera bæta okkur með hverjum einasta leiknum og komin bara mikil trú á núna"
Gríðarlega sterkur sigur fyrir Njarðvíkinga sem slíta sig aðeins frá HK sem voru komnir í hálsmálið á þeim í deildinni.
„Hver einasti leikur er bara hrikalega erfiður. Hann er bara gríðarlega mikilvægur [sigurinn]. Það er bara þannig ef þú mætir ekki til leiks þá getur þú átt bara mjög erfiðan dag og mér fannst við mæta og byrja virkilega vel. Náum þessu marki og erum með fyrri hálfleikinn alveg í teskeið"
„Í seinni komu þeir aðeins inn í þetta og mér fannst við aldrei vera að fara brotna en mér fannst við kannski bara þurfa fara að stíga á bensíngjöfina aftur, setja í næsta gír og þá vinnum við þennan leik. Mér fannst þeir ekki koma með það mikið á borðið að við ættum að vera eitthvað hræddir"
Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 15 | 8 | 7 | 0 | 36 - 14 | +22 | 31 |
2. ÍR | 14 | 8 | 5 | 1 | 26 - 12 | +14 | 29 |
3. Þróttur R. | 15 | 8 | 4 | 3 | 28 - 23 | +5 | 28 |
4. Þór | 15 | 8 | 3 | 4 | 34 - 22 | +12 | 27 |
5. HK | 15 | 8 | 3 | 4 | 26 - 18 | +8 | 27 |
6. Keflavík | 15 | 7 | 4 | 4 | 34 - 24 | +10 | 25 |
7. Völsungur | 14 | 5 | 2 | 7 | 24 - 30 | -6 | 17 |
8. Grindavík | 15 | 4 | 2 | 9 | 29 - 42 | -13 | 14 |
9. Selfoss | 14 | 4 | 1 | 9 | 15 - 29 | -14 | 13 |
10. Fylkir | 15 | 2 | 5 | 8 | 20 - 26 | -6 | 11 |
11. Fjölnir | 14 | 2 | 4 | 8 | 21 - 35 | -14 | 10 |
12. Leiknir R. | 15 | 2 | 4 | 9 | 13 - 31 | -18 | 10 |