Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   mið 30. júlí 2025 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Í viðræðum við Cucurella og Hato
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enzo Maresca þjálfari Chelsea telur sig vera búinn að leysa vandamálið sem fylgdi vinstri bakvarðarstöðunni hjá félaginu. Hann er gríðarlega hrifinn af Marc Cucurella og er Jorrel Hato á leiðinni inn til að veita honum samkeppni.

Cucurella var lykilmaður fyrir Chelsea á síðustu leiktíð og spilaði næstum því 70 leiki í öllum keppnum með félaginu og spænska landsliðinu samanlagt.

Cucurella er 27 ára gamall og með þrjú ár eftir af samningi sínum, en félagið er að íhuga að bjóða honum nýjan samning þar sem Maresca vill hafa hann í lykilhlutverki á næstu árum. Sky Sports greinir frá þessu.

Hato er fjölhæfari og varnarsinnaðari varnarmaður heldur en Cucurella. Hann getur einnig spilað sem miðvörður og mun taka sæti Ben Chilwell í leikmannahópinum ef Chelsea nær samkomulagi við Ajax um kaupverð.

Ajax vill fá 52 milljónir punda fyrir varnarmanninn en Chelsea er tilbúið til að bjóða um 35 milljónir. Félögin gætu mæst einhversstaðar þar á milli.

Hato er sjálfur mjög spenntur fyrir þessum félagaskiptum og hefur beðið þjálfara Ajax um að hafa sig ekki með í æfingaleikjunum á undirbúningstímabilinu.

Hato er aðeins 19 ára gamall og mun gera langtímasamning við Chelsea. Grunnlaunin verða ekki neitt sérstaklega há en tekjumöguleikarnir eru frábærir. Það er hluti af því sem laðar svona marga unga leikmenn í raðir Chelsea, möguleikinn á stórauknum tekjum með góðri frammistöðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner