
Það má finna margt mjög áhugavert í þéttum og góðum slúðurpakkanum þennan þriðjudaginn. Ágúst er handan við hornið og það þýðir að enska úrvalsdeildin fer að hefjast!
Ollie Watkins (29) hjá Aston Villa og Benjamin Sesko (22) hjá RB Leipzig eru efstir á blaði hjá Manchester United yfir sóknarmenn sem félagið hefur áhuga á að fá í glugganum. (BBC)
Villa er með 60 milljóna punda verðmiða á Watkins en United er ekki tilbúið að fara svo hátt og vonast til þess að geta tryggt sér leikmanninn fyrir lægri upphæð þegar nær dregur gluggalokum. (Mirror)
Framtíð Alexander Isak (25) er í óvissu og Newcastle hefur áhuga á Sesko ef félagið missir sænska sóknarmanninn. Isak hefur gert munnlegt samkomulag við Liverpool um fimm ára samning ef félögin ná samkomulagi um kaupverð. (BBC/Sky Sports Sviss)
Everton hefur áhuga á að fá Jack Grealish (29) á láni frá Manchester City en keppir við West Ham og Napoli um enska miðjumanninn. (i paper)
Luis Díaz (28) er kominn til München í læknisskoðun en Bayern München er að kaupa hannn frá Liverpool fyrir 65,5 milljónir punda. (Mirror)
Brentford hefur útilokað að selja framherjann Yoane Wissa (28) til Newcastle nema félagið finni mann til að fylla hans skarð. (i paper)
Chelsea er nálægt því að ljúka samningi upp á meira en 40 milljónir evra (£34,8m) fyrir varnarmanninn Jorrel Hato (19) hjá Ajax. (Athletic)
Manchester United hefur lagt fram tilboð upp á 40 milljónir evra (£35m) í miðjumanninn Morten Hjulmand (26) hjá Sporting, en portúgalska félagið vill að minnsta kosti 50 milljónir evra (£43,4m). Danski landsliðsmaðurinn er einnig skotmark Juventus. (Calciomercato)
Leeds er að missa af brasilíska vængmanninum Igor Paixao (25), þrátt fyrir að gera tvö tilboð í hann, en hann virðist á leið frá Feyenoord til Marseille. (Fabrizio Romano)
Nottingham Forest hefur augastað á Adama Traore (29), vængmanni Fulham og Spánar, sem áður starfaði með Nuno Espirito Santo hjá Wolves. (Telegraph)
Forest er einnig nálægt því að landa svissneska sóknarleikmanninum Dan Ndoye (24) eftir að leikmaðurinn gerði Bologna ljóst að hann hefur áhuga á að leika í ensku úrvalsdeildinni. (Telegraph)
Ef Napoli mistekst að fá Ndoye gæti ítalska félagið aukið áhuga sinn á Grealish hjá Manchester City eða Alejandro Garnacho (21), argentínska landsliðsmanninum hjá Manchester United. (Sun)
Everton hefur sýnt áhuga á að fá Ainsley Maitland-Niles (27), miðjumann Lyon, sem áður var á radar félagsins árið 2021 þegar hann lék með Arsenal. (Sky Sports)
Chelsea hefur engin áform um að selja spænska vinstri bakvörðinn Marc Cucurella (27), þrátt fyrir orðróm um áhuga Sádi-arabískra félaga. (Football London)
Morgan Rogers (23) hjá Aston Villa, er á toppi óskalista Chelsea, og félagið er tilbúið að bjóða varnarmanninn Tosin Adarabioyo (27) og framherjann Nicolas Jackson (24), ásamt peningagreiðslu, til Villa til að tryggja kaupin. (Football Insider)
Bayern München er eina félagið sem hefur sýnt áhuga á Xavi Simons (22), miðjumanni RB Leipzig, en hollenski landsliðsmaðurinn vill frekar fara í ensku úrvalsdeildina. (Bild)
Liverpool, Everton, Aston Villa og Bournemouth munu missa af franska unglingalandsliðsmanninum Nathan Zeze (20) hjá Nantes. Miðvörðurinn ungi virðist vilja fara til Neom SC í Sádi-Arabíu. (Sun)
Everton, West Ham og Nottingham Forest keppa um brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (27), sem vill yfirgefa Juventus í sumar. (Gazzetta dello Sport)
Toby Collyer (21) er opinn fyrir því að fara á láni frá Manchester City eftir að hafa leikið 13 leiki á síðasta tímabili. (Daily Mail)
Rangers í Glasgow er líklegasti áfangastaður enska vængmannsins Mikey Moore (17) á láni frá Tottenham. (Matt Law)
Celtic og Strasbourg hafa lagt fram tilboð í Jahmai Simpson-Pusey (19), enska varnarmanninn hjá Manchester City. (Football Insider)
Athugasemdir