Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   mið 30. júlí 2025 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern vann báða úrslitaleikina á Rey Cup
Kvenaboltinn
Mynd: Mummi Lú
Mynd: PhotoCredit - Mummi Lú
Mynd: PhotoCredit - Mummi Lú
Það var mikið fjör á Rey Cup um síðustu helgi þar sem keppt var í aldursflokkunum U14 og U16, bæði í karla- og kvennaflokki.

Nokkur gestalið mættu til leiks frá ýmsum þjóðum, þar sem mátti til dæmis finna lið frá Bandaríkjunum, Færeyjum og Englandi ásamt þýska stórveldinu FC Bayern.

Bayern sendi tvö lið til leiks og tókst þeim báðum að sigra sína aldursflokka. Bæjarar sendu tvö kvennalið til leiks, eitt í U14 og eitt í U16.

U16 liðið vann alla sína leiki á mótinu og mætti Stjörnunni í úrslitaleik sem var í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net. Þær þýsku höfðu betur þrátt fyrir hetjulega baráttu Garðbæinga en lokatölur urðu 3-2 fyrir Bayern.

Lestu um úrslitaleikinn: Bayern 3 - 2 Stjarnan

Bayern og Stjarnan mættust einnig í riðlakeppninni og þar vann Bayern 4-1. Þýska stórveldið endaði riðilinn með 19-3 í markatölu en Stjarnan hélt hreinu í öllum sínum leikjum nema gegn Bayern og svo Seattle Crossfire í undanúrslitum

Bayern sigraði HK í undanúrslitum á meðan Stjarnan lagði Seattle að velli eftir vítaspyrnukeppni og kom þannig í veg fyrir útlenskan úrslitaleik.

Það var meiri spenna í U14 flokki þar sem Bayern tapaði einum leik í hnífjöfnum riðli. Þar hafði Stjarnan betur, 2-1, en mistókst að vinna riðilinn útaf tapleik gegn KA.

Þegar komið var í útsláttarkeppnina tapaði Stjarnan 5-0 gegn RKVN, sameinuðu liði frá Suðurnesjunum. Á sama tíma fór Bayern létt með Þór og Gróttu/Selfoss á leið sinni í úrslitaleikinn.

Suðurnesjastelpurnar lentu ekki í vandræðum gegn KA í undanúrslitum og tóku svo forystuna í úrslitaleiknum gegn FC Bayern á Laugardalsvelli.

Rakel Inga skoraði mark RKVN en Emma Mayer og Jojo Lidl snéru stöðunni við fyrir Bayern svo lokatölur urðu 2-1.

Lestu um úrslitaleikinn: Bayern 2 - 1 RKVN
Athugasemdir
banner
banner