Manchester United lítur á Ollie Watkins sem fyrsta kost á markaðnum í stöðu sóknarmanns.
Þetta herma heimildir The Mirror en Benjamin Sesko, sóknarmaður RB Leipzig, hefur einnig verið sterklega orðaður við United.
Þetta herma heimildir The Mirror en Benjamin Sesko, sóknarmaður RB Leipzig, hefur einnig verið sterklega orðaður við United.
Man Utd hefur þegar bætt við sig Matheus Cunha og Bryan Mbeumo í sumar og næsta mál á dagskrá er að sækja sóknarmann.
Aston Villa hefur hins vegar ekki áhuga á að selja hinn 29 ára gamla Watkins sem er metinn á í kringum 60 milljónir punda.
Watkins skoraði 16 mörk og lagði upp átta í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir