
„Sanngjarn sigur og heilt yfir ánægður með leikinn," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir sigur liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Þór 2 - 0 Grindavík
„Þeir vörðust mjög vel. Við vorum að koma okkur í fullt af stöðum og vorum næstum því nógu góðir í fyrri hálfleik. Við vorum full mikið inn í teignum þeirra án þess að skora eða skapa fleiri færi."
„Við vorum svolítið 'sloppy' þegar við vorum að missa boltann. Við bættum það aðeins í seinni hálfleik, ef það hefði verið í lagi í fyrri hálfleik og við hefðum verið klókari í kringum og inn í teignum þá hefði þetta verið aðeins auðveldara."
Þór komst yfir eftir tæplega klukkutíma leik eftir einfalda sókn.
„Vel gert hjá Aroni að bomba honum á Ibra og hann gerði þetta frábærlega," sagði Siggi.
Þór tilkynnti um komu Yann Emmanuel Affi í vetur en það var eitthvað pappírsvesen sem varð til þess að hann kom seint til landsins. Hann byrjaði brösuglega en hefur verið gríðarlega sterkur að undanförnu.
„Hann er búinn að sýna það sem við vorum að vonast eftir. Hann kom alltof seint til landsins og þurfti smá tíma til að venjast. Hann er búinn að vera hrikalega flottur upp á síðkastið."
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 15 | 8 | 7 | 0 | 36 - 14 | +22 | 31 |
2. ÍR | 14 | 8 | 5 | 1 | 26 - 12 | +14 | 29 |
3. Þróttur R. | 15 | 8 | 4 | 3 | 28 - 23 | +5 | 28 |
4. Þór | 15 | 8 | 3 | 4 | 34 - 22 | +12 | 27 |
5. HK | 15 | 8 | 3 | 4 | 26 - 18 | +8 | 27 |
6. Keflavík | 15 | 7 | 4 | 4 | 34 - 24 | +10 | 25 |
7. Völsungur | 14 | 5 | 2 | 7 | 24 - 30 | -6 | 17 |
8. Grindavík | 15 | 4 | 2 | 9 | 29 - 42 | -13 | 14 |
9. Selfoss | 14 | 4 | 1 | 9 | 15 - 29 | -14 | 13 |
10. Fylkir | 15 | 2 | 5 | 8 | 20 - 26 | -6 | 11 |
11. Fjölnir | 14 | 2 | 4 | 8 | 21 - 35 | -14 | 10 |
12. Leiknir R. | 15 | 2 | 4 | 9 | 13 - 31 | -18 | 10 |
Athugasemdir