Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   þri 29. júlí 2025 21:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sanngjarn sigur og heilt yfir ánægður með leikinn," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir sigur liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  0 Grindavík

„Þeir vörðust mjög vel. Við vorum að koma okkur í fullt af stöðum og vorum næstum því nógu góðir í fyrri hálfleik. Við vorum full mikið inn í teignum þeirra án þess að skora eða skapa fleiri færi."

„Við vorum svolítið 'sloppy' þegar við vorum að missa boltann. Við bættum það aðeins í seinni hálfleik, ef það hefði verið í lagi í fyrri hálfleik og við hefðum verið klókari í kringum og inn í teignum þá hefði þetta verið aðeins auðveldara."

Þór komst yfir eftir tæplega klukkutíma leik eftir einfalda sókn.

„Vel gert hjá Aroni að bomba honum á Ibra og hann gerði þetta frábærlega," sagði Siggi.

Þór tilkynnti um komu Yann Emmanuel Affi í vetur en það var eitthvað pappírsvesen sem varð til þess að hann kom seint til landsins. Hann byrjaði brösuglega en hefur verið gríðarlega sterkur að undanförnu.

„Hann er búinn að sýna það sem við vorum að vonast eftir. Hann kom alltof seint til landsins og þurfti smá tíma til að venjast. Hann er búinn að vera hrikalega flottur upp á síðkastið."
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 15 8 7 0 36 - 14 +22 31
2.    ÍR 14 8 5 1 26 - 12 +14 29
3.    Þróttur R. 15 8 4 3 28 - 23 +5 28
4.    Þór 15 8 3 4 34 - 22 +12 27
5.    HK 15 8 3 4 26 - 18 +8 27
6.    Keflavík 15 7 4 4 34 - 24 +10 25
7.    Völsungur 14 5 2 7 24 - 30 -6 17
8.    Grindavík 15 4 2 9 29 - 42 -13 14
9.    Selfoss 14 4 1 9 15 - 29 -14 13
10.    Fylkir 15 2 5 8 20 - 26 -6 11
11.    Fjölnir 14 2 4 8 21 - 35 -14 10
12.    Leiknir R. 15 2 4 9 13 - 31 -18 10
Athugasemdir
banner
banner