Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 29. júlí 2025 12:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sonur Rooney fagnaði eins og Gyökeres
Viktor Gyökeres.
Viktor Gyökeres.
Mynd: EPA
Viktor Gyökeres er mættur í ensku úrvalsdeildina og hann er farinn að hafa áhrif á ungu kynslóðina.

Gyökeres er með sérstakt fagn sem hann tekur með sér til Arsenal þar sem hann heldur fyrir munninn á sér með sérstökum hætti. Minnir þetta á Bane í Batman.

Kai Rooney, sonur Wayne Rooney, skoraði fyrir U16 lið Manchester United í gær og ákvað að fagna eins og Gyökeres.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af þessu.

Gyökeres var einnig orðaður við Man Utd en hann var mun áhugasamari um að fara til Arsenal.


Athugasemdir
banner