Skúbbarinn Fabrizio Romano fullyrðir að Randal Kolo Muani vilji helst snúa aftur til Juventus, frekar en að fara í ensku úrvalsdeildina.
Kolo Muani var hálft ár á lánssamningi hjá Juventus frá Paris Saint-Germain og vill spila aftur fyrir 'gömlu konuna' á komandi tímabili.
Kolo Muani var hálft ár á lánssamningi hjá Juventus frá Paris Saint-Germain og vill spila aftur fyrir 'gömlu konuna' á komandi tímabili.
Juventus vill ræða við PSG um nýjan lánssamning, með ákvæði um að kaupa svo leikmanninn.
Ítalskir fjölmiðlar hafa orðað Kolo Muani við Chelsea, Manchester United og Newcastle.
Viðræður milli Juventus og PSG hafa staðið yfir síðustu vikur en Juve er einnig að skoða aðra mögulega kosti, þar á meðal Darwin Nunez hjá Liverpool.
Juventus fékk Jonathan David á frjálsri sölu frá Lille í sumar en vill selja Dusan Vlahovic en samningur hans rennur út eftir ár.
???????? Juventus keep working on Randal Kolo Muani deal… as player still wants Juve as priority despite calls from UK.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 30, 2025
Understand Juventus could also discuss a permanent deal or loan with obligation with PSG, instead of loan with option to buy. pic.twitter.com/3hHL40hTzz
Athugasemdir