Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 29. júlí 2025 09:15
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 16. umferðar - Patrick í fimmta sinn
Ágúst Orri skoraði í Vesturbænum.
Ágúst Orri skoraði í Vesturbænum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn eru einir á toppi Bestu deildarinnar.
Valsmenn eru einir á toppi Bestu deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Patrick Pedersen.
Patrick Pedersen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn eru einir á toppi Bestu deildarinnar eftir sextándu umferð deildarinnar. Liðið vann 3-1 sigur gegn FH þar sem Patrick Pedersen jafnaði markametið.

Pedersen er í fimmta sinn valinn í Sterkasta lið umferðarinnar í sumar, í boði Steypustöðvarinnar. Frederik Schram átti magnaðan leik í markinu og þá er Srdjan Tufegdzic þjálfari umferðarinnar.



Umferðin hófst með 2-0 sigri KA gegn ÍA þann 19. júlí. Mikilvægur sigur Akureyrarliðsins og Ingimar Torbjörnsson Stöle fær sæti í úrvalsliðinu en hann lagði upp fyrra markið og var síógnandi.

Vestri fær alls fjóra fulltrúa eftir 2-0 sigur liðsins gegn ÍBV á sunnudaginn. Ágúst Eðvald Hlynsson opnaði markareikninginn í sínum fyrsta leik, Diego Montiel var með mark og stoðsendingu og var valinn maður leiksins og þá voru Fatai Gbadamosi og Gustav Kjeldsen feikilega traustir.

Júlíus Mar Júlíusson var valinn maður leiksins þegar KR gerði 1-1 jafntefli við Íslandsmeistara Breiðabliks í fyrsta leiknum á nýja gervigrasinu á Meistaravöllum. Ágúst Orri Þorsteinsson skoraði flott jöfnunarmark.

Benedikt Warén var maður leiksins, með mark og stoðsendingu, í 4-1 sigri Stjörnunnar gegn tíu leikmönnum Aftureldingar. Þá var Valdimar Þór Ingimundarson maður leiksins í 2-2 jafntefli Fram og Víkings en Framarar skoruðu flautumark úr aukaspyrnu í lokin og tryggðu sér stig.

Fyrri lið umferðarinnar:
   21.07.2025 09:30
Sterkasta lið 15. umferðar - Túfa á toppnum
   08.07.2025 10:30
Sterkasta lið 14. umferðar - Verulega öflug umferð fyrir Val
   30.06.2025 12:00
Sterkasta lið 13. umferðar - Ekroth og Sigurjón í fjórða sinn
   24.06.2025 12:15
Sterkasta lið 12. umferðar - Mögnuð innkoma í Eyjum
   17.06.2025 08:00
Sterkasta lið 11. umferðar - Tveir úr tapliðum
   03.06.2025 11:15
Sterkasta lið 10. umferðar - Átta sem eru í fyrsta sinn

Innkastið - Skúrkur, vondur veggur og vonbrigði
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 16 10 3 3 42 - 21 +21 33
2.    Víkingur R. 16 9 4 3 29 - 18 +11 31
3.    Breiðablik 16 9 4 3 28 - 21 +7 31
4.    Fram 16 7 3 6 25 - 21 +4 24
5.    Stjarnan 16 7 3 6 29 - 27 +2 24
6.    Vestri 16 7 1 8 15 - 14 +1 22
7.    Afturelding 16 5 4 7 19 - 24 -5 19
8.    FH 16 5 3 8 26 - 23 +3 18
9.    ÍBV 16 5 3 8 14 - 23 -9 18
10.    KA 16 5 3 8 16 - 31 -15 18
11.    KR 16 4 5 7 36 - 38 -2 17
12.    ÍA 16 5 0 11 16 - 34 -18 15
Athugasemdir