Manchester United er sagt vera að ganga frá kaupum á framherjanum Idrissa Gueye frá Metz í Frakklandi.
Það er breska götublaðið The Sun sem segir frá þessu og bætir þar við að United sé að ræna honum af Brentford.
Það er breska götublaðið The Sun sem segir frá þessu og bætir þar við að United sé að ræna honum af Brentford.
Hjá Brentford eru menn svekktir eftir að hafa misst Bryan Mbeumo til Man Utd og svo sé þetta að bætast ofan á það. Ekki sé mikil vinátta á milli Man Utd og Brentford þessa dagana.
Burnley hefur einnig sýnt Gueye áhuga og þá hefur hann verið orðaður við þýska félagið Borussia Dortmund.
Þessi 18 ára gamli sóknarmaður hefur skorað fimm mörk í 20 leikjum fyrir aðallið Metz.
Athugasemdir