Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn við Víking í gær. Fram jafnaði með marki beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma. Rúnar talaði um að Framarar hafi stolið stiginu, en hann hafði sitthvað að segja um mörkin sem Víkingur skoraði, og þá sérstaklega fyrra markið sem Nikolaj Hansen skoraði eftir hornspyrnu.
„Svo skorar Víkingur úr hornspyrnu, föstu leikatriði, sem þeir eru mjög sterkir í. Ekki í fyrsta skipti í sumar sem þeir opna leikinn með marki úr föstu leikatriði. Þeir eru bestir í því. Eftir það taka þeir öll völd en Viktor (markvörður) bjargar okkur trekk í trekk"
„Svo skorar Víkingur úr hornspyrnu, föstu leikatriði, sem þeir eru mjög sterkir í. Ekki í fyrsta skipti í sumar sem þeir opna leikinn með marki úr föstu leikatriði. Þeir eru bestir í því. Eftir það taka þeir öll völd en Viktor (markvörður) bjargar okkur trekk í trekk"
Lestu um leikinn: Fram 2 - 2 Víkingur R.
Varnarleikur Fram hefur verið mjög góður, liðið hafði einungis fengið á sig tvö mörk í síðustu fimm leikjum fyrir leiinn í gær.
„Við vorum að spila við lið sem er ofboðslega vel mannað, nær að færa boltann hratt milli manna. Þeir eru kannski ólíkir öðrum liðum á þessum stað í deildinni, þeir eru tilbúnir að dæla boltum inn í teig, koma með margar fyrirgjafir. Stundum, í þessu kerfi sem við spilum, viljum við leyfa það. Það er ekkert sérstakt á móti Víkingi þegar Hansen er inni í boxinu og þeir fylla teiginn eins vel og þeir gerðu, það var vandamál sem við áttum við að etja þegar þeir tóku yfir í seinni hálfleik. Fram að því voru engin vandamál fannst mér."
„Auðvitað tekur ofboðslega mikið á að vera hlaupa á eftir þeim og reyna loka svæðum, þeir færa boltann mikið á milli sín - mikil hlaup og okkar menn orðnir þreyttir. Þetta var mikil og erfið vinna og hún skilaði sér með stigi."
Rúnar var spurður beint út í mörkin. Nikolaj Hansen var grunsamlega frír í fyrra markinu. Haraldur Einar Ásgrímsson fylgir Nikolaj alls ekki nógu vel og Karl Friðleifur Gunnarsson er svo þannig staðsettur að Kyle McLagan getur ekki komist framhjá honum og farið í loftið á móti danska framherjanum sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu Helga Guðjónssonar.
„Eins og ég segi þá eru Víkingarnir bestir í deildinni í föstum leikatriðum, þeir komast upp með blokkeringar og ýmislegt annað sem þarf að stoppa. En það er ekkert sem stoppar þá nema VAR. Mér finnst þeir stundum komast full langt með það. Það er enginn sem myndi skilja Hansen eftir einan á hlaupum. Það er rannsóknarefni af hverju hann var svona svakalega einn, annað hvort hefur okkar maður gleymt sér svona svakalega, eða hann er blokkeraður einhvers staðar á leiðinni."
„Atli kemur inn á og hann slagar í tvo metrana, ég er ekkert ósáttur við að hann hafi skorað með skalla, ég er ósáttur við að Valdimar hafi skautað framhjá einhverjum 4-5 leikmönnum, það var alltof auðvelt. Þar vorum við mjúkir, soft, hleyptum honum í gegn án þess að einhver tæklaði hann eða stoppaði hann og það er ég ósáttur við," segir Rúnar.
Athugasemdir