Það voru óvæntar fréttir um helgina þegar Nottingham Forest staðfesti að Morgan Gibbs-White hafi framlengt samning sinn við félagið.
Tottenham reyndi fyrr í þessum mánuði að kaupa leikmanninn og gerði 60 milljóna punda tilboð. Forest var ekki sátt og sakaði félagið um að hafa nálgast leikmanninn á óheiðarlegan hátt.
Tottenham reyndi fyrr í þessum mánuði að kaupa leikmanninn og gerði 60 milljóna punda tilboð. Forest var ekki sátt og sakaði félagið um að hafa nálgast leikmanninn á óheiðarlegan hátt.
Talið var að Gibbs-White hafi viljað fara til Tottenham en Forest sannfærði hann um að skrifa undir nýjan samning. Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, tjáði sig eftir að Gibbs-White skrifaði undir samninginn.
„Ég vil senda stuðningsmönnunum okkar, og stuðningsmönnum allra liða í Evrópu, skilaboð. Það þarf að meðhöndla goðsagnir á viðeigandi hátt. Á meðan ég stjórna hjá Nottingham Forest mun ég gera það. Ég mun aldrei leyfa neinu öðru liði að reyna stela leikmanni frá okkur."
Athugasemdir