Besta deild kvenna sneri aftur í síðustu viku eftir langa EM pásu. Breiðablik kom sér í þægilega stöðu á toppi deildarinnar með sigri gegn Þrótti í toppslag.
Agla María Albertsdóttir var maður leiksins og lék Samantha Smith einnig vel. Barbára Sól Gísladóttir átti þá góðan leik í vörninni. Breiðablik er með +35 í markatölu og með þremur stigum meira en Þróttur sem er í þriðja sæti eftir þennan sigur.
Agla María Albertsdóttir var maður leiksins og lék Samantha Smith einnig vel. Barbára Sól Gísladóttir átti þá góðan leik í vörninni. Breiðablik er með +35 í markatölu og með þremur stigum meira en Þróttur sem er í þriðja sæti eftir þennan sigur.

Tindastóll vann þá geggjaðan sigur á nágrönnum sínum í Þór/KA, en um var að ræða sögulegan sigur Stólana á nágrönnum sínum - fyrsta sigurinn. Hin efnilega Birgitta Rún Finnbogadóttir lék mjög vel í leiknum og þá var Genevieve Crenshaw öflug í marki Tindastóls. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, er þjálfari umferðarinnar.
Valur náði að harka sigur gegn botnliði FHL þar sem Elísa Viðarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir voru sterkar.
Víkingur byrjaði vel undir stjórn Einars Guðnasonar en Linda Líf Boama og Shaina Ashouri voru bestar í sigri á Stjörnunni. Shaina er nýmætt aftur eftir að hafa spilað í Kanada síðustu mánuði.
Þá komst FH upp í annað sætið með sigri á Fram. Maya Hansen heldur áfram að gera gott mót og það sama má segja um hina bráðefnilegu Thelmu Karen Pálmadóttur sem er í liði umferðarinnar í fimmta sinn í sumar.
Fyrri lið umferðarinnar
Athugasemdir