Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   mán 28. júlí 2025 09:36
Elvar Geir Magnússon
Faqa klárar tímabilið með FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Varnarmaðurinn Ahmad Faqa verður áfram hjá FH á láni út tímabilið en Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, greindi frá þessu í viðtali við Fótbolta.net eftir tap liðsins gegn Val í gær.

Faqa er 22 ára miðvörður sem er á láni frá AIK í Svíþjóð. Hann er fæddur í Sýrlandi, lék með U20 landsliði Svíþjóðar og á að baki fjóra A-landsleiki fyrir Sýrland.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

Upprunalegur lánssamningur hans rennur út 31. júlí en FH er að ganga fá því að hann verði út tímabilið.

„Mér skilst að þetta klárist á morgun (í dag), og að hann verður á láni út tímabilið. Hann hefur staðið sig mjög vel hjá okkur. Svo fer Úlfur, ég hugsa að Ahmad verður kláraður og sá hópur hann klárar þetta mót," sagði Heimir.

Sóknarmaðurinn Úlfur Ágúst Björnsson fer aftur út í nám en að öðru leyti býst Heimir ekki við breytingum á sínum leikmannahópi.

FH situr í áttunda sæti Bestu deildarinnar sem stendur.
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 16 10 3 3 42 - 21 +21 33
2.    Víkingur R. 16 9 4 3 29 - 18 +11 31
3.    Breiðablik 16 9 4 3 28 - 21 +7 31
4.    Fram 16 7 3 6 25 - 21 +4 24
5.    Vestri 16 7 1 8 15 - 14 +1 22
6.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
7.    Afturelding 15 5 4 6 18 - 20 -2 19
8.    FH 16 5 3 8 26 - 23 +3 18
9.    ÍBV 16 5 3 8 14 - 23 -9 18
10.    KA 16 5 3 8 16 - 31 -15 18
11.    KR 16 4 5 7 36 - 38 -2 17
12.    ÍA 16 5 0 11 16 - 34 -18 15
Athugasemdir
banner
banner
banner