Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   mán 28. júlí 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool
Powerade
Dominic Calvert-Lewin er fáanlegur á frjálsri sölu.
Dominic Calvert-Lewin er fáanlegur á frjálsri sölu.
Mynd: EPA
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Á degi hverjum skyggnumst við inn í slúðurheima fótboltans. Tíminn flýgur og nýtt tímabil er handan við hornið. BBC tók saman það helsta sem er í umræðunni á þessum prýðilega mánudegi.

Aston Villa ætlar að keppa við AC Milan og Newcastle um enska framherjann Dominic Calvert-Lewin (28), sem er laus samnings eftir að hafa yfirgefið Everton. (Sun)

Newcastle býst við formlegu tilboði frá Liverpool í sænska sóknarmanninn Alexander Isak (25) í þessari viku. (Mail)

Manchester United hefur blandað sér í baráttuna um franska framherjann Randal Kolo Muani (26) hjá Paris Saint-Germain, en Juventus hefur haft hann sem helsta skotmark sitt. (Gazzetta dello Sport)

Ekvadorski vængmaðurinn Jeremy Sarmiento (23) er tilbúinn til að yfirgefa Brighton í sumar. Hann fær áhuga frá Suður-Ameríku en vill helst halda áfram að spila í Evrópu. (Athletic)

Leeds hefur gert sitt annað tilboð upp á 32 milljónir evra (28 milljónir punda) í brasilíska vængmanninn Igor Paixao (25) hjá Feyenoord. (L'Equipe)

Burnley vill fá enska markvörðinn Sam Johnstone (32) frá Wolves til að fylla í skarð James Trafford (22), sem hefur gengið til liðs við Manchester City. (Sun)

Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Gabriel Jesus (28) hjá Arsenal, en brasilíski framherjinn er einnig orðaður við Barcelona, AC Milan og Inter Milan. (Caught Offside)

West Ham hefur augun á enska markmanninum Michael Cooper (25) hjá Sheffield United. (Sun)

Toulouse hefur hafið viðræður við Brighton um malíska miðjumanninn Malick Yalcouye (19). (Fabrizio Romano)

Wolves hefur áhuga á marokkóska sóknarmanninum Amine Adli (25), en Bayer Leverkusen mun krefjast 30 milljóna evra (26,2 milljóna punda) fyrir hann. (Bild)

Framherjinn Beto (27) hjá Everton er í umræðunni hjá Atalanta sem mögulegur kostur. (Calciomercato)

Fulham hefur lýst yfir áhuga á enska miðjumanninum Kiernan Dewsbury-Hall (25) hjá Chelsea. (GiveMeSport)

Manchester United, Newcastle og Tottenham munu berjast um serbneska framherjann Aleksandar Mitrovic (30), sem spilar hjá Al-Hilal. (Caught Offside)
Athugasemdir
banner