Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   mán 28. júlí 2025 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segja þetta upphæðina sem KR fær fyrir Jóa Bjarna
Jóhannes Kristinn Bjarnason.
Jóhannes Kristinn Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Kristinn Bjarnason er að ganga í raðir danska B-deildar félagsins Kolding frá KR.

Það kom fram hér á Fótbolta.net fyrr í þessum mánuði að Jóhannes Krstinn hafi skoðað aðstæður hjá ítalska félaginu Pro Vercelli. Hann ákvað eftir það að fara ekki lengra í viðræðum við félagið.

Jóhannes, sem hefur skorað sex mörk í Bestu deildinni í sumar, er núna að fara til Kolding. Samkvæmt Tipsbladet borgar danska félagið um 9,5 milljónir íslenskra króna fyrir hann. Samningur Jóa við KR átti að renna út eftir tímabilið.

Hann mun svo skrifa undir fjögurra ára samning við Kolding þegar hann er búinn í læknisskoðun.

Kolding er með þrjú stig eftir tvær umferðir í næst efstu deild í Danmörku. Ari Leifsson er leikmaður liðsins en hann er á sínu þriðja tímabili með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner